Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 11:07 Borgarstjórinn segist myndu vilja banna alfarið steggjanir og gæsanir. Getty Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. Um 12.500 búa í Platja d'Aro en allt að 300.000 manns heimsækja hann hverja helgi yfir sumartímann. Bærinn ku vera sérlega vinsæll meðal steggja- og gæsahópa og margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á pakka í bænum sem samanstanda af gistingu, siglingum og strippurum. Borgarstjórinn Maurici Jiménez segir yfirvöld nauðbeygð til að grípa til aðgerða vegna hópanna, sem séu að stuðla að sundrung í samfélaginu. Væri hann einráður myndi hann alfarið steggjanir og gæsanir. Samkvæmt nýju reglunum er óheimilt að ganga um í bænum nakinn, á nærfötunum eða íklæddur einhverju sem lítur út eins og kynfæri. Þá eru kynlífsdúkkur og annað kynferðislegt skraut bannað. Lögreglustjórinn í bænum, David Puertas, nefnir nýlega uppákomu sem dæmi um óásættanlega hegðun en þá var tilvonandi brúðgumi teipaður við ljósastaur á meðan félagar hans héldu vöku fyrir íbúum með háværri tónlist og söng fram til morguns. Fjöldi bæja og borga á Spáni hefur mátt þola gaggið í steggjum og gæsum í fjölda ára en boð og bönn hafa skilað takmörkuðum árangri þar sem oftast er um að ræða erlenda ferðamenn sem fljúga einfaldlega heim án þess að borga sektir sínar. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira
Um 12.500 búa í Platja d'Aro en allt að 300.000 manns heimsækja hann hverja helgi yfir sumartímann. Bærinn ku vera sérlega vinsæll meðal steggja- og gæsahópa og margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á pakka í bænum sem samanstanda af gistingu, siglingum og strippurum. Borgarstjórinn Maurici Jiménez segir yfirvöld nauðbeygð til að grípa til aðgerða vegna hópanna, sem séu að stuðla að sundrung í samfélaginu. Væri hann einráður myndi hann alfarið steggjanir og gæsanir. Samkvæmt nýju reglunum er óheimilt að ganga um í bænum nakinn, á nærfötunum eða íklæddur einhverju sem lítur út eins og kynfæri. Þá eru kynlífsdúkkur og annað kynferðislegt skraut bannað. Lögreglustjórinn í bænum, David Puertas, nefnir nýlega uppákomu sem dæmi um óásættanlega hegðun en þá var tilvonandi brúðgumi teipaður við ljósastaur á meðan félagar hans héldu vöku fyrir íbúum með háværri tónlist og söng fram til morguns. Fjöldi bæja og borga á Spáni hefur mátt þola gaggið í steggjum og gæsum í fjölda ára en boð og bönn hafa skilað takmörkuðum árangri þar sem oftast er um að ræða erlenda ferðamenn sem fljúga einfaldlega heim án þess að borga sektir sínar. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira