Níu krefjast þess að vera öll saman í sjónvarpsþætti Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 15:32 Allir frambjóðendur, ef frá eru talin þau Baldur, Jón og Katrín, hafa ritað Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra, og stjórn RUV ohf, bréf þar sem þau krefjast þess í nafni lýðræðisins að þau verði öll saman í lokaþætti fyrir kosningar. Mjög brenglað sé að miða við skoðanakannanir í þessu sambandi. Níu forsetaframbjóðendur, allir að frátöldum Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir, hafa ritað opið bréf til útvarpsstjóra og stjórnar þar sem krefjast þess að allir frambjóðendur komi saman í einum og sama þættinum degi fyrir kosningar. Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu. Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu.
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira