Öllu tjaldað til við opnun nýrra undirganga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 22:51 Börn úr Sjálandsskóla koma hjólandi í gegnum göngin. Vísir/Vésteinn Ný göng undir Arnarneshæð, sem eiga að stórbæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, voru formlega tekin í gagnið í dag. Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“ Garðabær Samgöngur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“
Garðabær Samgöngur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira