Báðar eru þær góður kostur, Katrín og Halla Hrund. Reynir Böðvarsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun