Rjúfum þögnina: andlegt ofbeldi Alfa Jóhannsdóttir skrifar 27. maí 2024 17:46 Við skulum byrja á að segja hið augljósa – allt ofbeldi er óafsakanlegt. Það eru engar ýkjur þegar það er sagt að andlegt ofbeldi er ein versta tegund tilfinningalegs rússíbana sem fólk lendir í. Andlegt ofbeldi getur verið í formi orðaskipta eða í formi líkamstjáningar. Samskiptin einkennast oft af niðurlægingu og er yfirleitt leið annars aðilans að ná stjórn á þolandanum. Í einhverjum tilfellum áttar fólk sig ekki á því að þau séu að beita ofbeldi en oft einkennist andlegt ofbeldi af áráttuþráhyggju og þörf til að stjórna. Þau sem beita andlegu ofbeldi virðast oft leika tveimur skjöldum og vera í raun eins og tvær algjörlega aðskildar manneskjur – út á við gæti einstaklingurinn virst elskulegur, viðkunnalegur og hjálpsamur en innst inni er endalaus barátta um vald, að hafa yfirhöndina í samskiptum. Uppspretta ofbeldis getur verið margvísleg, stundum er það djúpt óöryggi og jafnvel minnimáttarkennd sem verður kveikja ofbeldisins sem brýst svo út í valdabaráttu og virðingarleysi í samskiptum, stundum eru gerendur vanir því að fá sínu fram með þessu háttalagi sem hefur fengið að vera óátalið svo árum skiptir og þeir þekkja hreinlega ekki annað. Tegundir andlegs ofbeldis eru margvíslegar og geta falist í gaslýsingu, hótunum, stöðugum aðfinnslum, niðurlægingu, eftirliti og stjórnun með það að markmiði að láta þolanda líða illa. Þetta er ein erfiðasta og flóknasta tegund ofbeldis að varpa ljósi á því hún getur verið lúmsk og falin. Það eru ekki einungis makar sem beita andlegu ofbeldi, heldur getur það verið annar náinn aðili eins og fjölskyldumeðlimur, vinur eða fyrrverandi maki. Þau sem beita slíku ofbeldi afsaka sig oft með því að kenna þolandanum um, öðrum óskildum atvikum eða umhverfi, einhverju sem þolandinn sagði eða gerði og jafnvel einhverju sem þolandinn gerði fyrir löngu, allt í stað þess að taka ábyrgð á eigin hegðun. Þá tiplar fólk oft á tánum í kringum þau sem beita slíku ofbeldi af ótta við að verða fyrir því sjálf. Til dæmis þegar um er að ræða náinn fjölskyldumeðlim sem notar óspart beinar og óbeinar hótanir, veigrar ekki fyrir sér að beita andlegu ofbeldi og nota til þess alvarlegar gaslýsingar þar sem ítrekað er gert lítið úr upplifunum og tilfinningum annarra og þeim talin trú um að þeirra tilfinningar og upplifanir eigi ekki rétt á sér eða séu hreinlega rangar. Þekkir þú merkin? Ef þú þekkir ekki merki andlegs ofbeldis þá er gott að hafa í huga að það gæti verið um andlegt ofbeldi að ræða ef viðkomandi: Tekur ekki tillit til hvernig þér líður. Veldur þrúgandi andrúmslofti á heimilinu. Öskrar á þig eða hótar þér eða öðrum á heimilinu. Lýgur til að rugla þig í ríminu, einnig kallað gaslýsing. Gagnrýnir oft þig, fjölskyldu þína eða vini. Reynir að stjórna með fýlu eða þögn. Skipar þér fyrir. Reiðist snögglega og að ástæðulausu. Kallar þig ljótum nöfnum. Áreitir þig stanslaust með skilaboðum, símhringingum eða heimsóknum. Heldur þér á einhvern hátt frá vinum og fjölskyldu. Dæmi um andlegt ofbeldi geta einnig verið þegar: Gerandi ætlast til þess að þolandi sé á þeirra skoðun, samtöl fara bara í hringi þar sem gerandi krefst endalaust svara um sömu hluti og hlustar ekki á önnur rök eða skoðanir en sínar eigin. Gerandi sakar þolanda um að vera of viðkvæman eða jafnvel geðveikan og sakar þolanda um að vera eigingjarnan eða sjálfselskan. Gerandi býr til rifrildi úr lausu lofti, kemur með ruglandi og misvísandi staðhæfingar og sýnir af sér mjög ófyrirsjáanlega hegðun. Gerandi reynir að stýra þolanda með því að láta hann finna til sektarkenndar, notar ótta, gildi og samkennd þolanda til að stýra aðstæðum. Gerandi neitar því mögulega að atburður hafi átt sér stað, færir til staðreyndir og lýgur. Gerandi kemur fram við þolanda eins og hann sé minna virði, kennir þolanda um það sem ekki hefur gengið upp í lífi geranda. Gerandi segir þolanda að skoðanir hans séu heimskulegar eða séu á annan hátt ómarktækar. Gerandi reynir að stýra því hverja þolandi umgengst eða ver tíma með og reynir jafnvel að stýra því hvernig þolandi hagar lífi sínu ef hann býr á öðru heimili en hans. Ofbeldi þrífst best í þögn Það er erfitt að gera sér í hugarlund að nokkur manneskja komi svona fram við aðra, en því miður er andlegt ofbeldi algengara en marga grunar. Það er auðvelt fyrir okkur sem stöndum utan við sjúk samskipti að hlægja að fáránleika þeirra – yfir þeirri hugmynd að fullorðið fólk ljúgi blákalt, reyni að stjórna með hótunum, fýlu eða þögn, kalli annað fólk nöfnum þegar það gerir ekki það sem það vill og eyði jafnvel mörgum klukkustundum í að áreita þolendur sína með stanslausum skilaboðum, símhringingum eða óvæntum heimsóknum. Fyrir flest okkar er þetta allt að því fjarstæðukennt, en fyrir þau sem fyrir ofbeldinu verða er staðan grafalvarleg. Andlegt ofbeldi getur haft alvarlegar og virkilega flóknar sálrænar afleiðingar fyrir þolendur og er mikilvægt að tala um hlutina í öruggu rými, því ofbeldi þrífst best í þögn og fólk sem beitir andlegu ofbeldi er oft meira annt um orðspor sitt og mannorð en nokkuð annað. Flestum bregður okkur við þegar við verðum fyrir andlegu ofbeldi eða verðum vitni að andlegu ofbeldi því við finnum að þessi hegðun er ekki eðlileg. Við þurfum því að vera meðvituð um hve mikilvægt það er að benda á slíka hegðun þegar við sjáum hana, því hún má aldrei verða eðlileg. Ofbeldi og gaslýsing er aldrei normið. Því oftar sem við látum ofbeldishegðun óátalda því eðlilegri verður hún fyrir okkur, við venjumst henni og hætt er við að hún verði allt að því hversdagsleg. Það er auðvitað hægara sagt en gert að hvetja fólk til að setja mörk í samskiptum við þau sem beita ofbeldi, því þau virða ekki mörk og eiga það til að refsa þolandanum fyrir að reyna að setja þau. Mörk eru ekki velkomin í ofbeldissambandi af því að ofbeldissambönd nærast á markaleysi en við sem stöndum fyrir utan þurfum að benda á hegðunina þegar við sjáum hana, orða ofbeldið upphátt og standa með þolendum. Ofbeldi þrífst best í þögn. Til þín sem þarft að heyra það: Þú berð ekki ábyrgð á hegðun þess sem beitir ofbeldi. Ekkert sem þú hefur sagt eða gert réttlætir ofbeldið, þó að þú fáir ábyggilega að heyra það hvernig ábyrgðin er þín í nokkrum útgáfum. Hvernig allt væri betra, einfaldara og þægilegra ef þú hefðir ekki gert eða sagt eitthvað sem varð kveikjan að þessu öllu. Öll þín viðbrögð og allar þínar tilfinningar eru eðlilegar og eiga rétt á sér. Þú, sem þolandi andlegs ofbeldis, berð kannski ekki sjáanlega áverka - en þínir áverkar eru engu minna alvarlegir. Fáðu hjálp Ef þú eða einhver sem þú þekkir er í þessum aðstæðum þá er alltaf betra að segja einhverjum frá og fá hjálp. Ef þú vilt fá aðstoð getur þú haft samband við Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri sem sérhæfa sig í stuðningi fyrir fullorðin sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi. Það skiptir engu máli hve langt er síðan ofbeldið átti sér stað. Börn og fullorðin geta alltaf talað við einhvern hjá 1717 (hjálparsíma Rauða krossins) eða haft samband við 112 gegnum síma eða netspjall. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Sjá meira
Við skulum byrja á að segja hið augljósa – allt ofbeldi er óafsakanlegt. Það eru engar ýkjur þegar það er sagt að andlegt ofbeldi er ein versta tegund tilfinningalegs rússíbana sem fólk lendir í. Andlegt ofbeldi getur verið í formi orðaskipta eða í formi líkamstjáningar. Samskiptin einkennast oft af niðurlægingu og er yfirleitt leið annars aðilans að ná stjórn á þolandanum. Í einhverjum tilfellum áttar fólk sig ekki á því að þau séu að beita ofbeldi en oft einkennist andlegt ofbeldi af áráttuþráhyggju og þörf til að stjórna. Þau sem beita andlegu ofbeldi virðast oft leika tveimur skjöldum og vera í raun eins og tvær algjörlega aðskildar manneskjur – út á við gæti einstaklingurinn virst elskulegur, viðkunnalegur og hjálpsamur en innst inni er endalaus barátta um vald, að hafa yfirhöndina í samskiptum. Uppspretta ofbeldis getur verið margvísleg, stundum er það djúpt óöryggi og jafnvel minnimáttarkennd sem verður kveikja ofbeldisins sem brýst svo út í valdabaráttu og virðingarleysi í samskiptum, stundum eru gerendur vanir því að fá sínu fram með þessu háttalagi sem hefur fengið að vera óátalið svo árum skiptir og þeir þekkja hreinlega ekki annað. Tegundir andlegs ofbeldis eru margvíslegar og geta falist í gaslýsingu, hótunum, stöðugum aðfinnslum, niðurlægingu, eftirliti og stjórnun með það að markmiði að láta þolanda líða illa. Þetta er ein erfiðasta og flóknasta tegund ofbeldis að varpa ljósi á því hún getur verið lúmsk og falin. Það eru ekki einungis makar sem beita andlegu ofbeldi, heldur getur það verið annar náinn aðili eins og fjölskyldumeðlimur, vinur eða fyrrverandi maki. Þau sem beita slíku ofbeldi afsaka sig oft með því að kenna þolandanum um, öðrum óskildum atvikum eða umhverfi, einhverju sem þolandinn sagði eða gerði og jafnvel einhverju sem þolandinn gerði fyrir löngu, allt í stað þess að taka ábyrgð á eigin hegðun. Þá tiplar fólk oft á tánum í kringum þau sem beita slíku ofbeldi af ótta við að verða fyrir því sjálf. Til dæmis þegar um er að ræða náinn fjölskyldumeðlim sem notar óspart beinar og óbeinar hótanir, veigrar ekki fyrir sér að beita andlegu ofbeldi og nota til þess alvarlegar gaslýsingar þar sem ítrekað er gert lítið úr upplifunum og tilfinningum annarra og þeim talin trú um að þeirra tilfinningar og upplifanir eigi ekki rétt á sér eða séu hreinlega rangar. Þekkir þú merkin? Ef þú þekkir ekki merki andlegs ofbeldis þá er gott að hafa í huga að það gæti verið um andlegt ofbeldi að ræða ef viðkomandi: Tekur ekki tillit til hvernig þér líður. Veldur þrúgandi andrúmslofti á heimilinu. Öskrar á þig eða hótar þér eða öðrum á heimilinu. Lýgur til að rugla þig í ríminu, einnig kallað gaslýsing. Gagnrýnir oft þig, fjölskyldu þína eða vini. Reynir að stjórna með fýlu eða þögn. Skipar þér fyrir. Reiðist snögglega og að ástæðulausu. Kallar þig ljótum nöfnum. Áreitir þig stanslaust með skilaboðum, símhringingum eða heimsóknum. Heldur þér á einhvern hátt frá vinum og fjölskyldu. Dæmi um andlegt ofbeldi geta einnig verið þegar: Gerandi ætlast til þess að þolandi sé á þeirra skoðun, samtöl fara bara í hringi þar sem gerandi krefst endalaust svara um sömu hluti og hlustar ekki á önnur rök eða skoðanir en sínar eigin. Gerandi sakar þolanda um að vera of viðkvæman eða jafnvel geðveikan og sakar þolanda um að vera eigingjarnan eða sjálfselskan. Gerandi býr til rifrildi úr lausu lofti, kemur með ruglandi og misvísandi staðhæfingar og sýnir af sér mjög ófyrirsjáanlega hegðun. Gerandi reynir að stýra þolanda með því að láta hann finna til sektarkenndar, notar ótta, gildi og samkennd þolanda til að stýra aðstæðum. Gerandi neitar því mögulega að atburður hafi átt sér stað, færir til staðreyndir og lýgur. Gerandi kemur fram við þolanda eins og hann sé minna virði, kennir þolanda um það sem ekki hefur gengið upp í lífi geranda. Gerandi segir þolanda að skoðanir hans séu heimskulegar eða séu á annan hátt ómarktækar. Gerandi reynir að stýra því hverja þolandi umgengst eða ver tíma með og reynir jafnvel að stýra því hvernig þolandi hagar lífi sínu ef hann býr á öðru heimili en hans. Ofbeldi þrífst best í þögn Það er erfitt að gera sér í hugarlund að nokkur manneskja komi svona fram við aðra, en því miður er andlegt ofbeldi algengara en marga grunar. Það er auðvelt fyrir okkur sem stöndum utan við sjúk samskipti að hlægja að fáránleika þeirra – yfir þeirri hugmynd að fullorðið fólk ljúgi blákalt, reyni að stjórna með hótunum, fýlu eða þögn, kalli annað fólk nöfnum þegar það gerir ekki það sem það vill og eyði jafnvel mörgum klukkustundum í að áreita þolendur sína með stanslausum skilaboðum, símhringingum eða óvæntum heimsóknum. Fyrir flest okkar er þetta allt að því fjarstæðukennt, en fyrir þau sem fyrir ofbeldinu verða er staðan grafalvarleg. Andlegt ofbeldi getur haft alvarlegar og virkilega flóknar sálrænar afleiðingar fyrir þolendur og er mikilvægt að tala um hlutina í öruggu rými, því ofbeldi þrífst best í þögn og fólk sem beitir andlegu ofbeldi er oft meira annt um orðspor sitt og mannorð en nokkuð annað. Flestum bregður okkur við þegar við verðum fyrir andlegu ofbeldi eða verðum vitni að andlegu ofbeldi því við finnum að þessi hegðun er ekki eðlileg. Við þurfum því að vera meðvituð um hve mikilvægt það er að benda á slíka hegðun þegar við sjáum hana, því hún má aldrei verða eðlileg. Ofbeldi og gaslýsing er aldrei normið. Því oftar sem við látum ofbeldishegðun óátalda því eðlilegri verður hún fyrir okkur, við venjumst henni og hætt er við að hún verði allt að því hversdagsleg. Það er auðvitað hægara sagt en gert að hvetja fólk til að setja mörk í samskiptum við þau sem beita ofbeldi, því þau virða ekki mörk og eiga það til að refsa þolandanum fyrir að reyna að setja þau. Mörk eru ekki velkomin í ofbeldissambandi af því að ofbeldissambönd nærast á markaleysi en við sem stöndum fyrir utan þurfum að benda á hegðunina þegar við sjáum hana, orða ofbeldið upphátt og standa með þolendum. Ofbeldi þrífst best í þögn. Til þín sem þarft að heyra það: Þú berð ekki ábyrgð á hegðun þess sem beitir ofbeldi. Ekkert sem þú hefur sagt eða gert réttlætir ofbeldið, þó að þú fáir ábyggilega að heyra það hvernig ábyrgðin er þín í nokkrum útgáfum. Hvernig allt væri betra, einfaldara og þægilegra ef þú hefðir ekki gert eða sagt eitthvað sem varð kveikjan að þessu öllu. Öll þín viðbrögð og allar þínar tilfinningar eru eðlilegar og eiga rétt á sér. Þú, sem þolandi andlegs ofbeldis, berð kannski ekki sjáanlega áverka - en þínir áverkar eru engu minna alvarlegir. Fáðu hjálp Ef þú eða einhver sem þú þekkir er í þessum aðstæðum þá er alltaf betra að segja einhverjum frá og fá hjálp. Ef þú vilt fá aðstoð getur þú haft samband við Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri sem sérhæfa sig í stuðningi fyrir fullorðin sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi. Það skiptir engu máli hve langt er síðan ofbeldið átti sér stað. Börn og fullorðin geta alltaf talað við einhvern hjá 1717 (hjálparsíma Rauða krossins) eða haft samband við 112 gegnum síma eða netspjall. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun