„Þetta er bara eins og að finna gull“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 11:42 Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Einar Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára. Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára.
Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira