Þyrlan lenti með manninn við Landspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir við Vísi að vinnuslysið hafi orðið á sveitabæ austan Þjórsár.
Sveinn Kristján hafði ekki upplýsingar um hvernig slysið bar að eða hvernig maðurinn slasaðist. Það er í rannsókn lögreglu.