Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 07:31 Bergrós Björnsdóttir með söguleg verðlaun sín. Lyftingasamband Íslands Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr. Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan. Lyftingar CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira