Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2024 19:36 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54