Fór í gegnum djúpa dali áður en hann slátraði Íslandsmetinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2024 09:01 Það liggur við að lengja þurfi gryfjuna í Kaplakrika haldi hraður uppgangur Daníels áfram. Vísir/Einar Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson gekk í gegnum djúpa dali meðan hann glímdi við meiðsli, en missti aldrei trúna. Hann kom sá og sigraði á Norðurlandamótinu síðustu helgi og stórbætti 20 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar. Næsta markmið er að ná metinu hans Jóns Arnars. Það er langt síðan að það hefur verið einhver svona sérhæfður langstökkvari þannig að það er kominn tími til að slá metið hans Jóns Arnars líka, sagði Daníel í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Þá hafði hann nýslegið Íslandsmet innanhúss í þrístökki. Skömmu eftir það meiddist hann illa á læri, meiðsli sem plöguðu hann í um átta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá um síðustu helgi þegar hann stökk 8,21 metra á Norðurlandamótinu og bætti þar með fyrra Íslandsmet Jóns Arnar Magnússonar frá 1994 um 21 sentimetra. „Þetta er ákveðinn tilfinningarússibani sem fer að stað þegar maður gerir eitthvað svona. Sérstaklega þegar maður er búinn að ganga í gegnum erfið átta mánaða meiðsli. Loksins að vera kominn á brautina og gera þetta er hreint út sagt ótrúlegt og bara alveg frábær tilfinning,“ segir methafinn Daníel Ingi. Þokkalegasta vegalengd.Vísir/Einar „Ég gerði ekki einu sinni ráð fyrir að fara yfir átta metra á þessu móti, hvað þá 20 sentimetra yfir. Ég hef svo sem alltaf haft trú á því að ég eigi heima yfir átta metrum, en ég átti ekki von á því að gera það svona snemma,“ „Maður veit þá líka að maður á miklu meira inni. Þar sem maður er að stökkva 8,21 svona snemma. Það er aldrei að vita nema maður fari að sækja á þá bestu í heiminum,“ segir Daníel Daníel sleit sin í læri í september og í kjölfarið tognaði hann illa á sama læri. Alls héldu þau meiðsli honum frá stökkinu í tæplega átta mánuði. Þá reyndi á hausinn, líkt og líkamann. „Þetta er ógeðslega erfitt. Það má ekki gleyma í umræðunni að meiðsli fyrir íþróttafólk geta tekið hrikalega andlega á. Það fara allskonar hugsanir í gang um að maður vilji hætta þessu því maður sér ekki ljósið í gegnum erfið meiðsli. Maður þarf að fara í gegnum það á hörkunni og reyna að vera jákvæður,“ segir Daníel. Fjölskyldan mikilvæg Fjölskylda og vinir Daníels reyndust honum mikilvæg þegar mest á reyndi. „Í gegnum meiðslin fór maður alveg mjög langt niður og hugsaði sér að segja þetta gott. Að maður kæmi aldrei til bara. Maður fór langt niður í dimma dali. Það er mikilvægt að maður hafi mjög góða vini og fjölskyldu í kringum sig sem segja manni að gefast ekki upp,“ „Guði sé lof að maður hafi gott bakland. Það hjálpar rosalega mikið að við að gefast ekki upp,“ segir Daníel. Daníel er þakklátur fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðninginn í gegnum meiðslin.Vísir/Einar Séns á ÓL Fram undan er EM eftir rúmar tvær vikur og þá er enn möguleiki á Ólympíusæti í ágúst. „Næsta skref er bara EM í Róm eftir tvær vikur og svo vonandi kemst ég inn á mót erlendis eftir það til að reyna að færa mig nær Ólympíulágmarkinu og að komast inn á Ólympíuleikana. Ég ætla samt ekki að fara of hávært með það að fara á leikana. Ég ætla að taka eitt skref í einu, byrja á EM og sjá hvernig það fer. Svo bara heldur maður áfram í þessu og sér hvernig framhaldið fer,“ segir Daníel. En hvernig fer maður eiginlega að því að stökkva svona langt? „Það er erfitt að segja. Þetta er þrautseigja, erfiðisvinna og líklegast eitthvað genatengt og eitthvað sem maður hefur í DNA-inu sínu,“ segir Daníel. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá efst. Að neðan má sjá viðtalið í heild. Klippa: Fór í gegnum djúpa dali: „Guði sé lof að maður hafi gott bakland“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Næsta markmið er að ná metinu hans Jóns Arnars. Það er langt síðan að það hefur verið einhver svona sérhæfður langstökkvari þannig að það er kominn tími til að slá metið hans Jóns Arnars líka, sagði Daníel í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Þá hafði hann nýslegið Íslandsmet innanhúss í þrístökki. Skömmu eftir það meiddist hann illa á læri, meiðsli sem plöguðu hann í um átta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá um síðustu helgi þegar hann stökk 8,21 metra á Norðurlandamótinu og bætti þar með fyrra Íslandsmet Jóns Arnar Magnússonar frá 1994 um 21 sentimetra. „Þetta er ákveðinn tilfinningarússibani sem fer að stað þegar maður gerir eitthvað svona. Sérstaklega þegar maður er búinn að ganga í gegnum erfið átta mánaða meiðsli. Loksins að vera kominn á brautina og gera þetta er hreint út sagt ótrúlegt og bara alveg frábær tilfinning,“ segir methafinn Daníel Ingi. Þokkalegasta vegalengd.Vísir/Einar „Ég gerði ekki einu sinni ráð fyrir að fara yfir átta metra á þessu móti, hvað þá 20 sentimetra yfir. Ég hef svo sem alltaf haft trú á því að ég eigi heima yfir átta metrum, en ég átti ekki von á því að gera það svona snemma,“ „Maður veit þá líka að maður á miklu meira inni. Þar sem maður er að stökkva 8,21 svona snemma. Það er aldrei að vita nema maður fari að sækja á þá bestu í heiminum,“ segir Daníel Daníel sleit sin í læri í september og í kjölfarið tognaði hann illa á sama læri. Alls héldu þau meiðsli honum frá stökkinu í tæplega átta mánuði. Þá reyndi á hausinn, líkt og líkamann. „Þetta er ógeðslega erfitt. Það má ekki gleyma í umræðunni að meiðsli fyrir íþróttafólk geta tekið hrikalega andlega á. Það fara allskonar hugsanir í gang um að maður vilji hætta þessu því maður sér ekki ljósið í gegnum erfið meiðsli. Maður þarf að fara í gegnum það á hörkunni og reyna að vera jákvæður,“ segir Daníel. Fjölskyldan mikilvæg Fjölskylda og vinir Daníels reyndust honum mikilvæg þegar mest á reyndi. „Í gegnum meiðslin fór maður alveg mjög langt niður og hugsaði sér að segja þetta gott. Að maður kæmi aldrei til bara. Maður fór langt niður í dimma dali. Það er mikilvægt að maður hafi mjög góða vini og fjölskyldu í kringum sig sem segja manni að gefast ekki upp,“ „Guði sé lof að maður hafi gott bakland. Það hjálpar rosalega mikið að við að gefast ekki upp,“ segir Daníel. Daníel er þakklátur fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðninginn í gegnum meiðslin.Vísir/Einar Séns á ÓL Fram undan er EM eftir rúmar tvær vikur og þá er enn möguleiki á Ólympíusæti í ágúst. „Næsta skref er bara EM í Róm eftir tvær vikur og svo vonandi kemst ég inn á mót erlendis eftir það til að reyna að færa mig nær Ólympíulágmarkinu og að komast inn á Ólympíuleikana. Ég ætla samt ekki að fara of hávært með það að fara á leikana. Ég ætla að taka eitt skref í einu, byrja á EM og sjá hvernig það fer. Svo bara heldur maður áfram í þessu og sér hvernig framhaldið fer,“ segir Daníel. En hvernig fer maður eiginlega að því að stökkva svona langt? „Það er erfitt að segja. Þetta er þrautseigja, erfiðisvinna og líklegast eitthvað genatengt og eitthvað sem maður hefur í DNA-inu sínu,“ segir Daníel. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá efst. Að neðan má sjá viðtalið í heild. Klippa: Fór í gegnum djúpa dali: „Guði sé lof að maður hafi gott bakland“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira