Vilja koma fleirum en Kynnisferðum inn í BSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 13:42 Ferðalangar bíða eftir rútu í Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar. FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira