Skoðun

Svar til Páls Winkel

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar

Ég skil vel að Páli sárni að sjá að sykurhúðuðu snúðarnir eru farnir að mygla. Hvernig er staðan betri? Hvar er meðferðaráætlunin? Hvað er betur gert í fangelsinu í dag samanborið við þann tíma sem Margrét var forstöðumaður? Af hverju hefur allt það góða sem snýr að endurhæfingu eða betrun horfið, hvernig getur forstjóri Fangelsismálastofnunar sagt að allt sé miklu betra? Ef þetta er það besta sem Fangelsismálastofnun getur gert fyrir skjólstæðinga sína, hlýtur rangur maður að taka ákvarðanirnar.

Það er auðvelt að fela á bak við lög að ekki þurfi að leggja metnað í það sem hægt er að gera betur! Það er fullt hægt að gera og að fara eftir lögum! Það eina sem þarf að gera er að opna augun og sjá hlutina með opnum huga og skoða án mannfyrirlitningar hvað er í öllum kassanum, ekki bara hálfum kassa. Það er ástæða fyrir því að það sé svona mikil neysla inn í fangelsinu fangar hafa ekkert annað við að vera, takmörkuð vinna og sama og engin virkni í boði.

Því miður er alltaf eitt og eitt skemmt epli í starfsmannahópnum, það er bara þannig.

Þurfum við ekki að bæta kerfið áður en við bætum við plássum?

Núna þurfum við að horfast í augu við það sem er að gerast inni í fangelsinu og hvað betur má fara. Svo því sé haldið algjörlega til haga er meirihluti fangavarða frábært fólk og vill okkur föngum allt það besta.

Ég hef ekkert á móti Páli Winkel en ég velti því fyrir mér hvaða meðvirkni er með Halldóri Val.

Af hverju ver Páll metnaðarleysi Halldórs Vals? Er það metnaðarleysi eða kannski bara getuleysi?

ps.

en og aftur vil ég vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda.

Höfundur er fangi. 


Tengdar fréttir

Segir fanga­verði sinna starfi sínu af stakri trú­mennsku

Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri.

Fangi segir fangelsin „mi­s­lé­legar kjöt­geymslur“

Ólafur Ágúst Hraundal fangi segir of lítið gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Hann segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. 

Hvað veit ég? Ég er bara fangi!

Það er sorglegt sjá eftir góðum drengjum sem falla fyrir eigin hendi í fangelsi vegna sinnuleysis og það er enn sorglegra að verða vitni að hvað sumum starfsmönnum Fangelsismálastofnunar er skítsama um sína skjólstæðinga.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×