„Langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 13:01 Sara Rún með Íslandsmeistaratitilinn sem Keflavík vann í gær. skjáskot Sara Rún Hinriksdóttir sneri heim til Keflavíkur úr atvinnumennsku í janúar og endaði tímabilið sem tvöfaldur meistari. Hún var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Keflavík hampaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. „Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
„Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55
Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39