Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 15:52 Það að Bjarni hafi ferðast með farþegaflugvél vekur athygli fjölmiðla Kenía sem hafa fjallað um rándýra ferð eigin forseta til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm/Getty Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. „Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía. Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía.
Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira