Stéttarfélög í fjötrum meðvirkar stjórnsýslu Indriði Stefánsson skrifar 22. maí 2024 07:17 Engin þeirra réttinda sem okkur finnast sjálfsögð í dag eins og sumarfrí, veikindaréttur, hádegishlé, hvíldartími eða neitt það sem kalla mætti réttindi launþega varð til vegna þess að atvinnurekendum þættu þau eðlileg. Þau urðu til fyrir baráttu launþega fyrir bættum kjörum oft með vinnudeilum, oft gegn harðri andstöðu. Engin virðing frá Samtökum atvinnulífsins fyrir samningsfrelsi eða lýðræði Þrátt fyrir að stéttarfélög hafi samningsfrelsi þegar kemur að samningum er ekki nein virðing borin fyrir því. Samningar annarra félaga eru notaðir af SA sem ófrávíkjanlegir og í því skyni er mikilli hörku beitt, þrátt fyrir að samningar hafi verið lausir vikum saman, var ekki í boði að hefja viðræður eða eiga neina aðkomu að þeim samningum sem þá voru í gangi, líkt og var gert í þjóðarsáttarsamningunum. Nú er síðan orðið ljóst að það er heldur engin virðing borin fyrir lýðræðislegri niðurstöðu kosningar um kjarasamninga milli SSF og SA þar sem þrátt fyrir að fleiri hafi greitt atkvæði með því að fella samninginn en að samþykkja, þá vilja Samtök Atvinnulífsins að afstaða þeirra sem völdu að taka ekki afstöðu til samningana verði notuð sem afstaða til að samþykkja samningana, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Afkoma bankana með besta móti Ég er trúnaðarmaður í fjármálafyrirtæki og rekstur bankana gengur með allra besta móti, hagnaðartölur eru afar góðar, framleiðnin eykst um tugi prósenta þrátt fyrir að bankarnir hafi fækkað starfsfólki töluvert, þrátt fyrir þetta nýtur starfsfólk bankana eða almenningur þess ekki. Kæmi til þess að starfsfólk bankana nyti þessa rekstrarafgangs frekar en eigendur bankana myndi ekki leiða til verðbólgu verður það að teljast hæpið. Eina raunverulega leiðin fyrir bankana til að velta launahækkunum í sína þóknun væri með því að hækka vexti en samkvæmt Seðlabankanum er það eina mögulega leiðin sem við höfum til að takast á við verðbólgu, eða var það ekki örugglega? Nánast ómögulegt að fella kjarasamninga Það er býsna algengt að það þurfi ekki telja atkvæði þegar kosið er um samþykkt um kjarasamningana þar sem ekki næst lágmarksþáttaka og þá samningarnir sjálfkrafa samþykktir. Það sama gildir um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara sem er þá líka sjálfkrafa samþykkt, þannig er þetta allt mjög ólýðræðislegt í raun þar sem allur vafi fellur atvinnurekenda megin og öll stjórnsýslan virðist sætta sig við það. 2020 var kosið um framlengingu kjarasamnings sem fór á þá leið að fleiri vildu fella en samþykkja en vegna óskýrra laga ákvað félagsdómur að úrskurða samningin samþykktan, meira um þetta í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Ólýðræðislegt lagaákvæði Samtök Atvinnulífsins byggja sína túlkun á því að samkvæmt lögum þurfi meirihluti að fella kjarasamning annars teljist hann samþykktur, óháð því hvort fólk sé sammála niðurstöðunni ætti okkur sem aðhyllumst lýðræðislega niðurstöðu að vera misboðið að niðurstaðan sé gegn þeim valkosti sem flest völdu. Ákvæðið sem þessi túlkun öll byggir á er sett inn til að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni, sem er gott og blessað en ef skilyrði þátttöku nást ætti þá ekki að virða þá niðurstöðu? Ef hugmyndin er að hvetja til þátttöku má öllum vera ljóst að ákvæði um að túlka atkvæði þvert á vilja þess sem greiðir atkvæðið vinni gróflega gegn því takmarki, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Við lifum á áhugaverðum tímum Það er alveg ljóst að nú er frábær tíð fyrir atvinnurekendur. Samtök launþega hafa litla möguleika á því að sækja launahækkanir óháð því hvort þær séu eðlilegar eða ekki. Við erum því komin á endastöð með umbætur verkafólks sem er grafalvarlegt á umbrotatímum sem þessum þar sem yfirvofandi eru tæknibreytingar með gervigreind og annarri sjálfvirknivæðingu. Engar umbætur munu fást af frumkvæði atvinnurekenda, þær þurfa að koma frá verkalýðshreyfingunni sem verður nú sem aldrei fyrr að standa saman. Leiðinlega smáa letrið Í 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 segir að samningar teljist samþykktir nema þeir séu felldir í leynilegri kosningu með meirihluti greiddra atkvæða. Tilfellið er að Samtök Atvinnulífsins vilja að atkvæðin sem tóku ekki afstöðu teljist til greiddra atkvæða. Mun eðlilegra er að segja að það að taka ekki afstöðu sé að greiða ekki atkvæði, annars er það notað sem afstaða að taka ekki afstöðu. Í athugasemdum um frumvarpið frá 1996 sem breytti lögunum kemur fram að tilgangurinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni og því sett inn ákvæði um lágmarksþátttöku, umræðan í þingsal fjallaði einmitt mest um það. Þar sem ákvæðið er gallað er óheppilegt að þar komi ekki fram skýr vilji löggjafans um þetta sjá nánar hér. Enn fremur má benda á að almennt eru auð atkvæði þess eðlis að atkvæðið er ekki greitt einum kosti frekar en öðrum í því samhengi má benda á að á Alþingi heitir það að skila auðu við atkvæðagreiðslu að greiða ekki atkvæði. Í tilfelli félagsdóms frá 2020 vísar hann til 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 um stéttarfélög og vinnudeilur til að sækja ákvæðið um að meirihluti atkvæða skuli gilda til að meta samningin samþykktan þar sem slíkt ákvæði var ekki að finna í lögunum sem giltu um þá kjarasamninga. Öllum sem aðhyllast lýðræði ætti að finnast mikilvægt að laga þessa annmarka enda kom frumvarp um það strax árið eftir en það var þingmannamál frá stjórnarandstöðu sem varð að engu. Enn áhugaverðara er að ef fram fer almenn leynileg póstkosning þá gildir niðurstaðan óháð þátttöku. Því ættu stéttarfélög frekar að nýta sér það en að nota netkosningu eða kjósa á pappír, hvort netkosning teljist póstkosning tók Félagsdómur það líka fyrir og mat sem svo að svo sé ekki þrátt fyrir að netkosning sé í eðli sínu allt annað ferli en það sem tíðkaðist þegar lögin voru sett og fólk þurfti að mæta í eigin persónu á skrifstofu stéttarfélags og greiða atkvæði á atkvæðaseðil. Höfundur er trúnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Stéttarfélög Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Engin þeirra réttinda sem okkur finnast sjálfsögð í dag eins og sumarfrí, veikindaréttur, hádegishlé, hvíldartími eða neitt það sem kalla mætti réttindi launþega varð til vegna þess að atvinnurekendum þættu þau eðlileg. Þau urðu til fyrir baráttu launþega fyrir bættum kjörum oft með vinnudeilum, oft gegn harðri andstöðu. Engin virðing frá Samtökum atvinnulífsins fyrir samningsfrelsi eða lýðræði Þrátt fyrir að stéttarfélög hafi samningsfrelsi þegar kemur að samningum er ekki nein virðing borin fyrir því. Samningar annarra félaga eru notaðir af SA sem ófrávíkjanlegir og í því skyni er mikilli hörku beitt, þrátt fyrir að samningar hafi verið lausir vikum saman, var ekki í boði að hefja viðræður eða eiga neina aðkomu að þeim samningum sem þá voru í gangi, líkt og var gert í þjóðarsáttarsamningunum. Nú er síðan orðið ljóst að það er heldur engin virðing borin fyrir lýðræðislegri niðurstöðu kosningar um kjarasamninga milli SSF og SA þar sem þrátt fyrir að fleiri hafi greitt atkvæði með því að fella samninginn en að samþykkja, þá vilja Samtök Atvinnulífsins að afstaða þeirra sem völdu að taka ekki afstöðu til samningana verði notuð sem afstaða til að samþykkja samningana, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Afkoma bankana með besta móti Ég er trúnaðarmaður í fjármálafyrirtæki og rekstur bankana gengur með allra besta móti, hagnaðartölur eru afar góðar, framleiðnin eykst um tugi prósenta þrátt fyrir að bankarnir hafi fækkað starfsfólki töluvert, þrátt fyrir þetta nýtur starfsfólk bankana eða almenningur þess ekki. Kæmi til þess að starfsfólk bankana nyti þessa rekstrarafgangs frekar en eigendur bankana myndi ekki leiða til verðbólgu verður það að teljast hæpið. Eina raunverulega leiðin fyrir bankana til að velta launahækkunum í sína þóknun væri með því að hækka vexti en samkvæmt Seðlabankanum er það eina mögulega leiðin sem við höfum til að takast á við verðbólgu, eða var það ekki örugglega? Nánast ómögulegt að fella kjarasamninga Það er býsna algengt að það þurfi ekki telja atkvæði þegar kosið er um samþykkt um kjarasamningana þar sem ekki næst lágmarksþáttaka og þá samningarnir sjálfkrafa samþykktir. Það sama gildir um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara sem er þá líka sjálfkrafa samþykkt, þannig er þetta allt mjög ólýðræðislegt í raun þar sem allur vafi fellur atvinnurekenda megin og öll stjórnsýslan virðist sætta sig við það. 2020 var kosið um framlengingu kjarasamnings sem fór á þá leið að fleiri vildu fella en samþykkja en vegna óskýrra laga ákvað félagsdómur að úrskurða samningin samþykktan, meira um þetta í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Ólýðræðislegt lagaákvæði Samtök Atvinnulífsins byggja sína túlkun á því að samkvæmt lögum þurfi meirihluti að fella kjarasamning annars teljist hann samþykktur, óháð því hvort fólk sé sammála niðurstöðunni ætti okkur sem aðhyllumst lýðræðislega niðurstöðu að vera misboðið að niðurstaðan sé gegn þeim valkosti sem flest völdu. Ákvæðið sem þessi túlkun öll byggir á er sett inn til að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni, sem er gott og blessað en ef skilyrði þátttöku nást ætti þá ekki að virða þá niðurstöðu? Ef hugmyndin er að hvetja til þátttöku má öllum vera ljóst að ákvæði um að túlka atkvæði þvert á vilja þess sem greiðir atkvæðið vinni gróflega gegn því takmarki, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Við lifum á áhugaverðum tímum Það er alveg ljóst að nú er frábær tíð fyrir atvinnurekendur. Samtök launþega hafa litla möguleika á því að sækja launahækkanir óháð því hvort þær séu eðlilegar eða ekki. Við erum því komin á endastöð með umbætur verkafólks sem er grafalvarlegt á umbrotatímum sem þessum þar sem yfirvofandi eru tæknibreytingar með gervigreind og annarri sjálfvirknivæðingu. Engar umbætur munu fást af frumkvæði atvinnurekenda, þær þurfa að koma frá verkalýðshreyfingunni sem verður nú sem aldrei fyrr að standa saman. Leiðinlega smáa letrið Í 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 segir að samningar teljist samþykktir nema þeir séu felldir í leynilegri kosningu með meirihluti greiddra atkvæða. Tilfellið er að Samtök Atvinnulífsins vilja að atkvæðin sem tóku ekki afstöðu teljist til greiddra atkvæða. Mun eðlilegra er að segja að það að taka ekki afstöðu sé að greiða ekki atkvæði, annars er það notað sem afstaða að taka ekki afstöðu. Í athugasemdum um frumvarpið frá 1996 sem breytti lögunum kemur fram að tilgangurinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni og því sett inn ákvæði um lágmarksþátttöku, umræðan í þingsal fjallaði einmitt mest um það. Þar sem ákvæðið er gallað er óheppilegt að þar komi ekki fram skýr vilji löggjafans um þetta sjá nánar hér. Enn fremur má benda á að almennt eru auð atkvæði þess eðlis að atkvæðið er ekki greitt einum kosti frekar en öðrum í því samhengi má benda á að á Alþingi heitir það að skila auðu við atkvæðagreiðslu að greiða ekki atkvæði. Í tilfelli félagsdóms frá 2020 vísar hann til 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 um stéttarfélög og vinnudeilur til að sækja ákvæðið um að meirihluti atkvæða skuli gilda til að meta samningin samþykktan þar sem slíkt ákvæði var ekki að finna í lögunum sem giltu um þá kjarasamninga. Öllum sem aðhyllast lýðræði ætti að finnast mikilvægt að laga þessa annmarka enda kom frumvarp um það strax árið eftir en það var þingmannamál frá stjórnarandstöðu sem varð að engu. Enn áhugaverðara er að ef fram fer almenn leynileg póstkosning þá gildir niðurstaðan óháð þátttöku. Því ættu stéttarfélög frekar að nýta sér það en að nota netkosningu eða kjósa á pappír, hvort netkosning teljist póstkosning tók Félagsdómur það líka fyrir og mat sem svo að svo sé ekki þrátt fyrir að netkosning sé í eðli sínu allt annað ferli en það sem tíðkaðist þegar lögin voru sett og fólk þurfti að mæta í eigin persónu á skrifstofu stéttarfélags og greiða atkvæði á atkvæðaseðil. Höfundur er trúnaðarmaður.
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar