Hvaðan kemur fylgi Katrínar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2024 17:00 Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun