Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 18:45 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýsfélags Akraness, segir orðið deginum ljósara að ekkert verði úr hvalveiðivertíð þessa árs. Vísir/Arnar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. „Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
„Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu.
Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54