Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:04 Donald Trump Trump með verjanda sínum Todd Blanche í réttarsal í New York. Blanche sagði ekkert ólöglegt við að fá götublað til að hjálpa framboði að drepa óþægilegar fréttir. AP/Dave Sanders/The New York Times Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09
Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43