Giro d'Italia er eitt af risamótunum í hjólreiðaheiminum og það næstastærsta á eftir Frakklandshjólreiðunum, Tour de France.
Það gekk illa að skipuleggja sextándu sérleiðina vegna snjókomu. Hjólreiðakapparnir áttu að hjóla upp í 2500 metra hæð í Ölpunum en það var snjór og slydda í 1900 metra hæð.
Ben O'Connor says Giro d'Italia is run by 'dinosaurs' amid anger over stage 16 conditions❄️
— GCN Racing (@GcnRacing) May 21, 2024
'I'd like to see him get out on the bike and do the start of the stage and see what his answer is' says Australian👇https://t.co/6h2Wf4huRF
Samband hjólreiðamanna vildi byrja frekar hinum megin við Umbrail skarðið til að forðast snjóinn en mótshaldarar voru harðir á því að byrja í Livigno og stytta ekki leiðina.
Það endaði þó með því að hjólreiðakapparnir voru ferjaðir hinum megin við fjallið og sextánda sérleiðin var látin byrja þar.
Norska ríkisútvarpið var í sambandi við hjólreiðamanninn Tobias Foss sem sagði skipulagið vera í molum. Hann sagði þó að sem betur fer voru hjólreiðakapparnir allir sammála því að færa keppnina.
„Það er slydda og það er snjór á jörðinni. Það er óskiljanlegt að þeir séu enn að velta því fyrir sér að stytta ekki leiðina,“ sagði Foss.
„Það hefði ekki verið möguleiki að hjóla í 2500 metra hæð. Það hefði verið allt of mikill snjór til að það væri möguleiki. Ég skil ekki alveg af hverju menn voru að leggja það til að reyna slíkt,“ sagði Foss.
Absolute chaos at the Giro d’Italia,
— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) May 21, 2024
Stage 16 was due to go in the mountains but the conditions are below freezing and there’s snow everywhere.
The riders have refused to start,
Alberto Contador for Eurosport when 11km up the course in the car to report and they couldn’t go… pic.twitter.com/05dhUo1JJK