Öfgar og ósannindi Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. maí 2024 23:58 Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innflytjendamál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun