„Fólk er bara að bíða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 14:16 Hjálmar Hallgrímsson er bæjarfulltrúi í Grindavíkurbæ. Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira