Bergvin dæmdur fyrir að áreita þrjár konur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 15:11 Vestmannaeyjar Heimaklettur Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Hann fær sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, vegna brotanna. Brotin þrjú sem málið varðar áttu sér stað árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnst kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Tvær kvennanna voru starfsmenn á veitingastaðnum þar sem Bergvin var yfirmaður. Bergvin neitaði sök en dómnum þótti framburður hans ótrúverðugur í öllum málunum. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómaranum þótti það afar ósennilegt, meðal annars vegan þess að konan var í föstu sambandi á þeim tíma með einstaklingi sem hefði getað farið inn í herbergið á hverri stundu. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Dómnum þótti það mjög ótrúverðugt. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Að mati dómsins virðist það ekki hafa átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Líkt og áður segir hlaut Bergvin sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunum þremur miskabætur. Í fyrsta lagi 350 þúsund krónur, öðru lagi 500 þúsund krónur, og í síðasta lagi eina milljón króna. Þar að auki er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á rúmum fjórum milljónum króna. Uppfært: Dómi Héraðsdóms Suðurlands hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Brotin þrjú sem málið varðar áttu sér stað árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnst kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Tvær kvennanna voru starfsmenn á veitingastaðnum þar sem Bergvin var yfirmaður. Bergvin neitaði sök en dómnum þótti framburður hans ótrúverðugur í öllum málunum. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómaranum þótti það afar ósennilegt, meðal annars vegan þess að konan var í föstu sambandi á þeim tíma með einstaklingi sem hefði getað farið inn í herbergið á hverri stundu. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Dómnum þótti það mjög ótrúverðugt. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Að mati dómsins virðist það ekki hafa átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Líkt og áður segir hlaut Bergvin sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunum þremur miskabætur. Í fyrsta lagi 350 þúsund krónur, öðru lagi 500 þúsund krónur, og í síðasta lagi eina milljón króna. Þar að auki er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á rúmum fjórum milljónum króna. Uppfært: Dómi Héraðsdóms Suðurlands hefur verið áfrýjað til Landsréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira