Nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 09:23 Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, skrifar aðsenda grein ásamt öðrum bæjarfulltrúum D-listans. Vísir/Einar Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“ Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“
Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira