Þórey í Konukoti hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkur Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2024 14:57 Þórey tók við verðlaununum af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Vísir/Arnar Þórey Einarsdóttir hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. Þórey hefur starfað í Konukoti, fyrsta og eina athvarfinu fyrir heimilislausar konur á Íslandi, frá opnun þess. Þórey er annar einstaklingur sem hlýtur verðlaunin, annars hafa þau verið afhent félagasamtökum eða verkefnum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti í dag Þóreyju Einarsdóttur, mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir ómetanlegt starf hennar í þágu heimilislausra kvenna. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf Í tilkynningu frá borginni um verðlaunin kemur fram að í tuttugu ár hafi hún unnið störf sín af hógværð og sjaldséðu örlæti án þess að missa nokkurn tímann sjónar á kjarna starfsins: Að standa með og styðja konur sem fátt eiga annað en óvissuna. Þóreyju voru afhent verðlaunin í Höfða fyrr í dag. Vísir/Arnar „Þórey Einarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu konum og fólki sem starfa á bak við tjöldin í almannaheillasamtökum innan borgarinnar, fólk sem vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu meðborgara sinna og mannréttinda,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 16. maí, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar, og er markmið dagsins að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum að Þórey Einarsdóttir hlyti verðlaunin. Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum kr. 600.000,-. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði við afhendingu verðlaunanna að það væri afar mikilvægt að einstaklingar sem vinna í jafn mikilvægum málaflokki og þessum fái viðurkenningu fyrir að standa vörð um hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu og eru jaðarsettir. Borgin vinni stöðugt að því í samvinnu við ótal aðila að tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. „Takk, Þórey fyrir þitt mikilvæga starf í þágu heimilislausra kvenna og mannréttinda“ sagði borgarstjóri við athöfnina. Fyrri verðlaunahafar Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008 Rauði Kross Íslands 2009 Blátt áfram 2010 Hinsegin dagar 2011 List án landamæra 2012 Kvennaathvarfið 2013 Geðhjálp 2014 Frú Ragnheiður 2015 Þórunn Ólafsdóttir 2016 Með okkar augum 2017 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018 Móðurmál – Association of Bilingualism 2019 Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020 Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021 Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022 Trans Ísland 2023 Reykjavík Málefni heimilislausra Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Margt breyst í Konukoti á 10 árum Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. 10. desember 2014 09:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Þórey er annar einstaklingur sem hlýtur verðlaunin, annars hafa þau verið afhent félagasamtökum eða verkefnum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti í dag Þóreyju Einarsdóttur, mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir ómetanlegt starf hennar í þágu heimilislausra kvenna. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf Í tilkynningu frá borginni um verðlaunin kemur fram að í tuttugu ár hafi hún unnið störf sín af hógværð og sjaldséðu örlæti án þess að missa nokkurn tímann sjónar á kjarna starfsins: Að standa með og styðja konur sem fátt eiga annað en óvissuna. Þóreyju voru afhent verðlaunin í Höfða fyrr í dag. Vísir/Arnar „Þórey Einarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu konum og fólki sem starfa á bak við tjöldin í almannaheillasamtökum innan borgarinnar, fólk sem vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu meðborgara sinna og mannréttinda,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 16. maí, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar, og er markmið dagsins að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum að Þórey Einarsdóttir hlyti verðlaunin. Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum kr. 600.000,-. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði við afhendingu verðlaunanna að það væri afar mikilvægt að einstaklingar sem vinna í jafn mikilvægum málaflokki og þessum fái viðurkenningu fyrir að standa vörð um hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu og eru jaðarsettir. Borgin vinni stöðugt að því í samvinnu við ótal aðila að tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. „Takk, Þórey fyrir þitt mikilvæga starf í þágu heimilislausra kvenna og mannréttinda“ sagði borgarstjóri við athöfnina. Fyrri verðlaunahafar Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008 Rauði Kross Íslands 2009 Blátt áfram 2010 Hinsegin dagar 2011 List án landamæra 2012 Kvennaathvarfið 2013 Geðhjálp 2014 Frú Ragnheiður 2015 Þórunn Ólafsdóttir 2016 Með okkar augum 2017 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018 Móðurmál – Association of Bilingualism 2019 Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020 Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021 Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022 Trans Ísland 2023
Reykjavík Málefni heimilislausra Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Margt breyst í Konukoti á 10 árum Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. 10. desember 2014 09:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Margt breyst í Konukoti á 10 árum Í dag fagnar Konukot tíu ára afmæli sínu. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík og Reykjavíkurborg og var sett á laggirnar vegna þess að úrræði skorti fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda. Fréttablaðið kíkti í heimsókn og kynnti sér starfssemina. 10. desember 2014 09:45