„Þetta reddast“ voru fyrstu orðin sem hann lærði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2024 20:16 Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri „Bara tala” appsins, sem er að slá í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“, segir meðal annars í nýju appi, „Bara tala“, sem kennir íslensku á einfaldan og skemmtilegan hátt. Tvö hundruð manna fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur nýtt sér úrræðið með mjög góðum árangri. Hér erum við að tala um eignarhaldsfélagið Hornstein þar sem BM – Vallá, Sementsverksmiðjan og Björgun eru með starfsemi sína. Um 200 starfsmenn vinna hjá félaginu. Til að fagna góðum árangri í íslenskukennslunni kom hluti starfsmann saman í gær til að fá sér köku og fá fræðslu frá mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem nýtt nám sitt í jákvæðri sálfræði í Endurmenntun Háskóla Íslands, sem lokaverkefni þegar um kennslu í íslensku er að ræða hjá fyrirtækinu með forritinu „Bara tala“. „Niðurstöðurnar sýndu 9% aukningu á hamingju á aðeins tólf dögum, þannig að það er í rauninni magnaður árangur og vellíðan upp um 2%. Þannig að ég held að það sé engin spurning að við getum laumað aðferðum jákvæðrar sálfræði inn ansi víða, hvort sem það er í íslenskukennslunni eða annars staðar,“ segir Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins. Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins, sem nýtti nám sitt í jákvæðri sálfræði í Endurmenntun Háskóla Íslands, sem lokaverkefni þegar um kennslu í íslensku er að ræða hjá fyrirtækinu með forritinu „Bara tala“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og „Bara tala“ appið er greinilega að slá í gegn. „Við búum til appið með íslenskri gervigreind og íslenskri máltækni og það hefur stækkað og vaxið með hverju einasta fyrirtæki, sem hefur komið inn með okkur. Þetta er ótrúlega sniðugt og líka mjög mikilvægt til að fá lykilinn að samfélaginu,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri „Bara tala” appsins „Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“, segir meðal annars í nýju appinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta app er stórkostlega þægilegt og gott að nota og ánægjulegt hvað starfsfólk hefur tekið því vel,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins er mjög ánægður með hvað það er verið að gera góða hluti fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækisins þegar um íslenskukennslu er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn frá 16 þjóðernum vinna hjá Hornsteini og þeir eru að byrja að læra íslensku smátt og smátt. „Ég elska Ísland“, segir Miguel da Silva Ribeiro, starfsmaður á verkstæði BM Vallá en hann er frá Portúgal. Miguel da Silva Ribeiro er starfsmaður á verkstæði BM Vallá en hann er frá Portúgal og er duglegur að læra íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íslensku orðin, sem Jorge Barrionuevo Marín, starfsmaður á lager, sem er frá Spáni lærði fyrst er „Þetta reddast“. „Þetta reddast“ voru fyrstu orðin, sem Jorge Barrionuevo Marín lærði þegar hann flutti til Íslands frá Spáni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hornsteinn er með um 100 erlenda starfsmenn í vinnu og um 100 íslenska.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um appið Reykjavík Atvinnurekendur Vinnumarkaður Íslensk tunga Stafræn þróun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Hér erum við að tala um eignarhaldsfélagið Hornstein þar sem BM – Vallá, Sementsverksmiðjan og Björgun eru með starfsemi sína. Um 200 starfsmenn vinna hjá félaginu. Til að fagna góðum árangri í íslenskukennslunni kom hluti starfsmann saman í gær til að fá sér köku og fá fræðslu frá mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem nýtt nám sitt í jákvæðri sálfræði í Endurmenntun Háskóla Íslands, sem lokaverkefni þegar um kennslu í íslensku er að ræða hjá fyrirtækinu með forritinu „Bara tala“. „Niðurstöðurnar sýndu 9% aukningu á hamingju á aðeins tólf dögum, þannig að það er í rauninni magnaður árangur og vellíðan upp um 2%. Þannig að ég held að það sé engin spurning að við getum laumað aðferðum jákvæðrar sálfræði inn ansi víða, hvort sem það er í íslenskukennslunni eða annars staðar,“ segir Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins. Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins, sem nýtti nám sitt í jákvæðri sálfræði í Endurmenntun Háskóla Íslands, sem lokaverkefni þegar um kennslu í íslensku er að ræða hjá fyrirtækinu með forritinu „Bara tala“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og „Bara tala“ appið er greinilega að slá í gegn. „Við búum til appið með íslenskri gervigreind og íslenskri máltækni og það hefur stækkað og vaxið með hverju einasta fyrirtæki, sem hefur komið inn með okkur. Þetta er ótrúlega sniðugt og líka mjög mikilvægt til að fá lykilinn að samfélaginu,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri „Bara tala” appsins „Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“, segir meðal annars í nýju appinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta app er stórkostlega þægilegt og gott að nota og ánægjulegt hvað starfsfólk hefur tekið því vel,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins er mjög ánægður með hvað það er verið að gera góða hluti fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækisins þegar um íslenskukennslu er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn frá 16 þjóðernum vinna hjá Hornsteini og þeir eru að byrja að læra íslensku smátt og smátt. „Ég elska Ísland“, segir Miguel da Silva Ribeiro, starfsmaður á verkstæði BM Vallá en hann er frá Portúgal. Miguel da Silva Ribeiro er starfsmaður á verkstæði BM Vallá en hann er frá Portúgal og er duglegur að læra íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íslensku orðin, sem Jorge Barrionuevo Marín, starfsmaður á lager, sem er frá Spáni lærði fyrst er „Þetta reddast“. „Þetta reddast“ voru fyrstu orðin, sem Jorge Barrionuevo Marín lærði þegar hann flutti til Íslands frá Spáni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hornsteinn er með um 100 erlenda starfsmenn í vinnu og um 100 íslenska.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um appið
Reykjavík Atvinnurekendur Vinnumarkaður Íslensk tunga Stafræn þróun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira