Vill ræða brottvísun til Nígeríu í nefnd: „Skelfileg ásýnd á þessu máli“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 15:00 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að fulltrúar Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að ræða um brottvísun þriggja nígerískra kvenna í fyrradag. Konurnar hafa allar lýst því að vera þolendur mansals. Jódís segir formann og aðra nefndarmenn hafa tekið vel í beiðni hennar og á von á að fulltrúarnir komi á fund nefndarinnar í næstu viku þegar nefndardagar fara fram. „Mig langar að fá útskýringar hvernig við endum í þessari stöðu. Ég er meðvituð um að hér séu brottvísanir reglulega, að fólk sæki um vernd og það séu allskonar útfærslur á því. Við erum með kerfi sem grípur fólk og kemur þeim í ákveðið ferli. Það sem mér þykir einkennilegt í þessu tilviki er að þarna er um fórnarlömb mansals að ræða. Í heildarsýn og stefnu þessarar ríkisstjórnar er fjallað um að halda sérstaklega utan um þennan viðkvæma hóp,“ segir Jódís. Síðasta stefna ríkisstjórnar í mansalsmálum er frá árinu 2019. Jódís segist upplifa að eitthvað passi ekki í þessu máli. Um sé að ræða konur í afar flókinni stöðu. Þær væru þolendur mansals, búnar að vera hér um árabil og glími við heilsubrest. „Að þær séu teknar höndum, fluttar í fangelsi og þvingaðar með valdi úr landi. Það eru spurningar, ekki um persónulega stöðu þeirra, heldur hvernig mansalsfórnarlömb geta verið í þessari stöðu og hvernig niðurstaðan, á öllum stigum ferlisins og eftir þennan langan tíma, verður þessi.“ Hún muni kanna það hjá fulltrúum stofnananna hvort standi til að vísa fleiri mansalsþolendum á brott. Fordæmi fyrir frestun af heilsufarsástæðum Jódís segir einnig fordæmi fyrir því að brottvísun sé frestað væri heilsufar þess sem á að vísa á brott væri slæmt. Hún skilji ekki hvers vegna það hafi ekki átt við í tilfelli einnar konunnar sem var vísað úr landi. Fram hefur komið að er þar um að ræða Blessing Uzoma Newton sem er með æxli í kviðarholi. Læknir hafði skrifað undir vottorð þess efnis að hún væri ekki ferðafær sem Útlendingastofnun vildi ekki samþykkja. „Ég hefði haldið að við hefðum hert hér útlendingalög en á sama tíma erum við að taka við fleira fólki og erum að þjónusta það betur. Við erum með mörg úrræði og okkar sýn í VG, í þessum útlendingamálum, er að halda vel utan um mannúðina og höfum komið með okkar áherslur inn í þessa vinnu, bæði í síðustu breytingum og eins þeim sem liggja fyrir núna. Hvað varðar undanþágur fyrir viðkvæma hópa, konur, börn, fólk með fatlanir,“ segir Jódís og á þá við breytingar á útlendingalögum. Í fyrra var þeim breytt á þann veg að eftir að fólk fær endanlega synjun missir það rétt til þjónustu og búsetu eftir 30 daga. Til stendur að breyta lögunum enn frekar núna en frumvarp þar að lútandi er enn í vinnslu í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þess sem lagt er til í upprunalega skjalinu er að nefndarmönnum verði fækkað í kærunefnd útlendingamála og að fyrirkomulagi hvað varðar fjölskyldusameiningar verði breytt. „Mér finnst skelfileg ásýndin í þessu máli og ég held að við getum gert miklu betur. Það er ljóst að það ekki allir hér vernd eða ríkisborgararétt en við erum þó samfélag sem erum hvað hæst í mannréttindum og viljum halda því áfram. Þá getum við ekki gengið svona fram gagnvart algjörlega viðkvæmustu hópum samfélagsins.“ Eigi að bera kennsl á mansalsþolendur meðal hælisleitenda Dómsmálaráðherra fjallaði um stöðu mansalsmála í svari við fyrirspurn á Alþingi sem var birt í október í fyrra. Þar kom fram að á grundvelli úttektar GRETU, sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansal, ætlaði hún að setja af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn væri ólokið í núgildandi aðgerðaáætlun. Þá hygðist ráðherra koma á meira samstarfi milli ráðuneyta. Í nýjust úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Íslenska ríkið þurfi að stíga frekari skref til að tryggja að hægt væri að bera kennsl á fórnarlömb mansals með því að skýra verklagið og hlutverk allra viðbragðsaðila sem gætu á einhverjum tímapunkti komist í snertingu við þolendur mansals. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný. Mansal Nígería Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Jódís segir formann og aðra nefndarmenn hafa tekið vel í beiðni hennar og á von á að fulltrúarnir komi á fund nefndarinnar í næstu viku þegar nefndardagar fara fram. „Mig langar að fá útskýringar hvernig við endum í þessari stöðu. Ég er meðvituð um að hér séu brottvísanir reglulega, að fólk sæki um vernd og það séu allskonar útfærslur á því. Við erum með kerfi sem grípur fólk og kemur þeim í ákveðið ferli. Það sem mér þykir einkennilegt í þessu tilviki er að þarna er um fórnarlömb mansals að ræða. Í heildarsýn og stefnu þessarar ríkisstjórnar er fjallað um að halda sérstaklega utan um þennan viðkvæma hóp,“ segir Jódís. Síðasta stefna ríkisstjórnar í mansalsmálum er frá árinu 2019. Jódís segist upplifa að eitthvað passi ekki í þessu máli. Um sé að ræða konur í afar flókinni stöðu. Þær væru þolendur mansals, búnar að vera hér um árabil og glími við heilsubrest. „Að þær séu teknar höndum, fluttar í fangelsi og þvingaðar með valdi úr landi. Það eru spurningar, ekki um persónulega stöðu þeirra, heldur hvernig mansalsfórnarlömb geta verið í þessari stöðu og hvernig niðurstaðan, á öllum stigum ferlisins og eftir þennan langan tíma, verður þessi.“ Hún muni kanna það hjá fulltrúum stofnananna hvort standi til að vísa fleiri mansalsþolendum á brott. Fordæmi fyrir frestun af heilsufarsástæðum Jódís segir einnig fordæmi fyrir því að brottvísun sé frestað væri heilsufar þess sem á að vísa á brott væri slæmt. Hún skilji ekki hvers vegna það hafi ekki átt við í tilfelli einnar konunnar sem var vísað úr landi. Fram hefur komið að er þar um að ræða Blessing Uzoma Newton sem er með æxli í kviðarholi. Læknir hafði skrifað undir vottorð þess efnis að hún væri ekki ferðafær sem Útlendingastofnun vildi ekki samþykkja. „Ég hefði haldið að við hefðum hert hér útlendingalög en á sama tíma erum við að taka við fleira fólki og erum að þjónusta það betur. Við erum með mörg úrræði og okkar sýn í VG, í þessum útlendingamálum, er að halda vel utan um mannúðina og höfum komið með okkar áherslur inn í þessa vinnu, bæði í síðustu breytingum og eins þeim sem liggja fyrir núna. Hvað varðar undanþágur fyrir viðkvæma hópa, konur, börn, fólk með fatlanir,“ segir Jódís og á þá við breytingar á útlendingalögum. Í fyrra var þeim breytt á þann veg að eftir að fólk fær endanlega synjun missir það rétt til þjónustu og búsetu eftir 30 daga. Til stendur að breyta lögunum enn frekar núna en frumvarp þar að lútandi er enn í vinnslu í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þess sem lagt er til í upprunalega skjalinu er að nefndarmönnum verði fækkað í kærunefnd útlendingamála og að fyrirkomulagi hvað varðar fjölskyldusameiningar verði breytt. „Mér finnst skelfileg ásýndin í þessu máli og ég held að við getum gert miklu betur. Það er ljóst að það ekki allir hér vernd eða ríkisborgararétt en við erum þó samfélag sem erum hvað hæst í mannréttindum og viljum halda því áfram. Þá getum við ekki gengið svona fram gagnvart algjörlega viðkvæmustu hópum samfélagsins.“ Eigi að bera kennsl á mansalsþolendur meðal hælisleitenda Dómsmálaráðherra fjallaði um stöðu mansalsmála í svari við fyrirspurn á Alþingi sem var birt í október í fyrra. Þar kom fram að á grundvelli úttektar GRETU, sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansal, ætlaði hún að setja af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn væri ólokið í núgildandi aðgerðaáætlun. Þá hygðist ráðherra koma á meira samstarfi milli ráðuneyta. Í nýjust úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Íslenska ríkið þurfi að stíga frekari skref til að tryggja að hægt væri að bera kennsl á fórnarlömb mansals með því að skýra verklagið og hlutverk allra viðbragðsaðila sem gætu á einhverjum tímapunkti komist í snertingu við þolendur mansals. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný.
Mansal Nígería Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58
Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04