Hundaskítur fyrir utan kosningamiðstöð Baldurs vekur spurningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. maí 2024 13:03 Skiptar skoðanir eru á því hvort óvildarmaður sé á ferð eða óvildarhundur. vísir/vilhelm Starfsmönnum kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar brá heldur betur í brún þegar þeir komu að miklu magni af hundaskít, í og utan poka, við inngang kosningamiðstöðvarinnar snemma í gærmorgun. Grunur er um að honum hafi viljandi verið komið þarna fyrir af óprúttnum aðila sem skilaboðum. Jón Kristinn Snæhólm, alþjóðastjórnmálafræðingur og stuðningsmaður Baldurs, kom á kosningamiðstöðina í gærmorgun og heyrði af atvikinu frá starfsfólki skrifstofunnar ásamt því að hann sá umræddan poka. Hann segir það hafið yfir allan vafa að óprúttnir aðilar standi að baki gjörningnum. „Ég á hund og er búinn að eiga hund allt mitt líf og þeir skíta ekki í poka í því magni sem var þarna um borð og fara með það fyrir utan hurð á Grensásvegi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Furðufuglar á sveimi Hann vakti fyrst athygli á málinu í færslu sem hann birti á síðu sinni á Facebook í gærkvöldi. Þar minnist hann á þetta leiðindaatvik og ýjar að því að það séu fordómar og hatur sem búa að baki ógjörningnum. „Í morgun var fullum poka af hundaskít sturtað fyrir framan hurðina á kosningaskrifstofu okkar. Annarstaðar í heiminum er baráttufólki fyrir mannréttindum stungið í steininn, smánað og pyntað. Rísum undir nafni sem brautryðjendur frelsis, mannréttinda og mannhelgi. Horfum framan í heiminn og segjum stolt: Við þorum, við viljum og við getum,“ skrifar Jón Kristinn meðal annars. Hann rifjar upp aðkastið sem Vigdís Finnbogadóttir varð fyrir í sinni kosningabaráttu og segir gjörninga sem þessa gamalkunnt stef. „Það eru alltaf furðufuglar á sveimi í öllum prófkjörum og kosningum. Þú þarft að leggja á þig og skipuleggja svona gjörning. Þetta er ekkert sem þér dettur í hug sísvona. Þannig að þarna eru óvildarmenn eins og alls staðar,“ segir hann. Jón Kristinn fullyrðir að það liggi enginn vafi á því að þetta hafi verið viljaverk og harmar að slíkir fordómar og hatur skuli finnist enn í íslensku samfélagi. „Þetta er viljandi gert. Þetta er ekki nein tilviljun. Sumt er tilviljun háð en þetta er skipulagt. Þetta er mjög snemma um morguninn, það er búið að safna þessu saman og koma því fyrir þannig auðvitað er þarna hópur einstaklinga sem er að gera þetta. Eins leiðinlegt og það er,“ segir hann. Frekar latur hundaeigandi en óvildarmaður Heimir Hannesson, meðlimur kosningateymis Baldurs Þórhallssonar, er ekki eins viss um að óprúttinn aðili sé þarna á ferð. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann telji 95 prósent líkur á því að þarna sé latur hundaeigandi á ferð frekar en óvildarmaður. „Ég var að tala við konuna sem kom að þessu og spurði: „Ertu hundrað prósent á að þetta hafi verið sett þarna“ og hún sagði: „Nei alls ekki.“ Það getur alveg verið einhver hundaeigandi sem var með kúk í poka og pokinn rifnaði. Ég hef enga trúa á því að þetta sé eitthvað samsæri,“ segir Heimir. Sólborg Guðbrandsdóttir, annar meðlimur kosningateymis Baldurs, segir að hafi þetta verið verk hunds þá hafi sá hundur verið ansi stór. „Þetta var beint fyrir utan skrifstofuna. Maður þorir ekkert að fullyrða um hvort þetta hafi verið tilviljun eða ekki en fólk er víst til alls,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1. maí 2024 12:08 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Jón Kristinn Snæhólm, alþjóðastjórnmálafræðingur og stuðningsmaður Baldurs, kom á kosningamiðstöðina í gærmorgun og heyrði af atvikinu frá starfsfólki skrifstofunnar ásamt því að hann sá umræddan poka. Hann segir það hafið yfir allan vafa að óprúttnir aðilar standi að baki gjörningnum. „Ég á hund og er búinn að eiga hund allt mitt líf og þeir skíta ekki í poka í því magni sem var þarna um borð og fara með það fyrir utan hurð á Grensásvegi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Furðufuglar á sveimi Hann vakti fyrst athygli á málinu í færslu sem hann birti á síðu sinni á Facebook í gærkvöldi. Þar minnist hann á þetta leiðindaatvik og ýjar að því að það séu fordómar og hatur sem búa að baki ógjörningnum. „Í morgun var fullum poka af hundaskít sturtað fyrir framan hurðina á kosningaskrifstofu okkar. Annarstaðar í heiminum er baráttufólki fyrir mannréttindum stungið í steininn, smánað og pyntað. Rísum undir nafni sem brautryðjendur frelsis, mannréttinda og mannhelgi. Horfum framan í heiminn og segjum stolt: Við þorum, við viljum og við getum,“ skrifar Jón Kristinn meðal annars. Hann rifjar upp aðkastið sem Vigdís Finnbogadóttir varð fyrir í sinni kosningabaráttu og segir gjörninga sem þessa gamalkunnt stef. „Það eru alltaf furðufuglar á sveimi í öllum prófkjörum og kosningum. Þú þarft að leggja á þig og skipuleggja svona gjörning. Þetta er ekkert sem þér dettur í hug sísvona. Þannig að þarna eru óvildarmenn eins og alls staðar,“ segir hann. Jón Kristinn fullyrðir að það liggi enginn vafi á því að þetta hafi verið viljaverk og harmar að slíkir fordómar og hatur skuli finnist enn í íslensku samfélagi. „Þetta er viljandi gert. Þetta er ekki nein tilviljun. Sumt er tilviljun háð en þetta er skipulagt. Þetta er mjög snemma um morguninn, það er búið að safna þessu saman og koma því fyrir þannig auðvitað er þarna hópur einstaklinga sem er að gera þetta. Eins leiðinlegt og það er,“ segir hann. Frekar latur hundaeigandi en óvildarmaður Heimir Hannesson, meðlimur kosningateymis Baldurs Þórhallssonar, er ekki eins viss um að óprúttinn aðili sé þarna á ferð. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann telji 95 prósent líkur á því að þarna sé latur hundaeigandi á ferð frekar en óvildarmaður. „Ég var að tala við konuna sem kom að þessu og spurði: „Ertu hundrað prósent á að þetta hafi verið sett þarna“ og hún sagði: „Nei alls ekki.“ Það getur alveg verið einhver hundaeigandi sem var með kúk í poka og pokinn rifnaði. Ég hef enga trúa á því að þetta sé eitthvað samsæri,“ segir Heimir. Sólborg Guðbrandsdóttir, annar meðlimur kosningateymis Baldurs, segir að hafi þetta verið verk hunds þá hafi sá hundur verið ansi stór. „Þetta var beint fyrir utan skrifstofuna. Maður þorir ekkert að fullyrða um hvort þetta hafi verið tilviljun eða ekki en fólk er víst til alls,“ segir hún í samtali við fréttastofu.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1. maí 2024 12:08 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1. maí 2024 12:08
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?