Skilur uppnám skólasamfélagsins í Laugardal en horfa þurfi á staðreyndir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 13:00 Alexandra segir uppbyggingu nýs unglingaskóla í Laugardal besta kostinn í stöðunni. Vísir Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar segist vel skilja uppnám foreldra og skólasamfélags vegna stefnubreytingar í grunnskólamálum í Laugardal. Forsendur hafi þó breyst og bygging nýs unglingaskóla sé besti kosturinn í stöðunni. Skóla- og frístundaráð tilkynnti um það í gær að óskað væri eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Áður hafði staðið til að byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru í dalnum til að bregðast við fjölgun nemenda. Ekki endanleg ákvörðun Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um [málið] en miðað við gögnin sem við erum að sjá núna þá hljótum við að skoða það mjög alvarlega að skipta um skoðun, miðað við ákvörðunina sem var tekin fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Þegar fyrri kosturinn, að byggja við hvern skóla, hafi verið skoðaður hafi hratt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Þessi tillaga virkar lang álitlegust. Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ segir Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Taka þurfi mark á staðreyndum Nokkur umræða skapaðist um málið á íbúasíðu Langholtshverfis á Facebook. Þá sagði Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjaskóla, í viðtali á Vísi í gær að ákvörðun ráðsins væri köld vatnsgusa í andlit skólasamfélagsins. Benti hann meðal annars á að foreldrar hefðu mótmælt þessari tillögu sérstaklega þegar málið var fyrst til umræðu fyrir tæpum tveimur árum og hefðu safnað undirskriftum til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. „Ég hef auðvitað bara töluverða samúð með því að fólki finnist erfitt þegar búið er að taka eina ákvörðun að mögulega þurfi að snúa henni við. Það getur verið mjög erfitt,“ segir Alexandra. „Ég skil að fólki finnist þetta erfitt og þess vegna var líka mjög mikilvægt að við myndum hafa umsagnaferli, fá skoðanir fólks og skólasamfélagsins áður en við myndum endanlega taka ákvörðun. Það er mikilvægt að heyra skoðanir og taka tillit til þeirra. En við þurfum líka að taka mark á staðreyndum málsins.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01 „Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00 Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Skóla- og frístundaráð tilkynnti um það í gær að óskað væri eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Áður hafði staðið til að byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru í dalnum til að bregðast við fjölgun nemenda. Ekki endanleg ákvörðun Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um [málið] en miðað við gögnin sem við erum að sjá núna þá hljótum við að skoða það mjög alvarlega að skipta um skoðun, miðað við ákvörðunina sem var tekin fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Þegar fyrri kosturinn, að byggja við hvern skóla, hafi verið skoðaður hafi hratt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Þessi tillaga virkar lang álitlegust. Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ segir Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Taka þurfi mark á staðreyndum Nokkur umræða skapaðist um málið á íbúasíðu Langholtshverfis á Facebook. Þá sagði Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjaskóla, í viðtali á Vísi í gær að ákvörðun ráðsins væri köld vatnsgusa í andlit skólasamfélagsins. Benti hann meðal annars á að foreldrar hefðu mótmælt þessari tillögu sérstaklega þegar málið var fyrst til umræðu fyrir tæpum tveimur árum og hefðu safnað undirskriftum til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. „Ég hef auðvitað bara töluverða samúð með því að fólki finnist erfitt þegar búið er að taka eina ákvörðun að mögulega þurfi að snúa henni við. Það getur verið mjög erfitt,“ segir Alexandra. „Ég skil að fólki finnist þetta erfitt og þess vegna var líka mjög mikilvægt að við myndum hafa umsagnaferli, fá skoðanir fólks og skólasamfélagsins áður en við myndum endanlega taka ákvörðun. Það er mikilvægt að heyra skoðanir og taka tillit til þeirra. En við þurfum líka að taka mark á staðreyndum málsins.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01 „Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00 Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01
„Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00
Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43