Lausnin út í mýri? Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 15. maí 2024 12:31 Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun