Ísland í öðru sæti Regnbogakortsins um réttindi hinsegin fólks Bjarndís Helga Tómasdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 15. maí 2024 08:46 Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun