„Þetta var eins og handboltaleikur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. maí 2024 21:15 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. vísir/Hulda Margrét FH tapaði í kvöld gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Eftir ótrúlegar upphafsmínútur þar sem staðan var 4-1 eftir korter fyrir heimakonum þá bitu Hafnfirðingar frá sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 4-3. „Ég veit það ekki. Þetta var eins og handboltaleikur. Ég þarf bara að skoða það nánar áður en ég tjái mig um þann kafla. Við þurfum að skoða betur þennan kafla sem var eitthvað skrítinn. En heilt yfir, skrítið að segja það, þá er ég ánægður með stelpurnar,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, aðspurður hvað hafi gengið á í upphafi leiks. Guðni segist hafa stappað stálinu í sitt lið í hálfleik. „Það er ekkert grín að fara inn í klefa að tapa 4-1 og margir sem hefðu kastað inn handklæðinu, við gerðum það svo sannarlega ekki og herjuðum á Stjörnuna allan seinni hálfleikinn. Með smá heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ En hvað var það sem vantaði upp á til þess að ná í stig að mati Guðna? „Ég hugsa að það séu þessar sex eða sjö mínútur, þessi kafli í fyrri hálfleik sem var skrítinn. Ég get ekki alveg kastað hendur á það hvað það var. Þó ég sé með einhverjar hugmyndir í kollinum. Það er svona það sem gerir það að verkum og leggur grunninn að því af hverju við töpum leiknum.“ Guðni lítur þó á björtu hliðarnar eftir tapið í kvöld. „Skrítið að segja það þá er ég ótrúlega ánægður með margt í þessum leik. Það voru mörk í honum og hann var skemmtilegur, örugglega gaman að horfa á hann, skemmtilegri en síðasti leikur hjá okkur. Núna finnst mér við hafa einhvern grunn til að byggja ofan á og við erum á þeim stað í dag að við munum taka þennan leik og byggja ofan á hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
„Ég veit það ekki. Þetta var eins og handboltaleikur. Ég þarf bara að skoða það nánar áður en ég tjái mig um þann kafla. Við þurfum að skoða betur þennan kafla sem var eitthvað skrítinn. En heilt yfir, skrítið að segja það, þá er ég ánægður með stelpurnar,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, aðspurður hvað hafi gengið á í upphafi leiks. Guðni segist hafa stappað stálinu í sitt lið í hálfleik. „Það er ekkert grín að fara inn í klefa að tapa 4-1 og margir sem hefðu kastað inn handklæðinu, við gerðum það svo sannarlega ekki og herjuðum á Stjörnuna allan seinni hálfleikinn. Með smá heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ En hvað var það sem vantaði upp á til þess að ná í stig að mati Guðna? „Ég hugsa að það séu þessar sex eða sjö mínútur, þessi kafli í fyrri hálfleik sem var skrítinn. Ég get ekki alveg kastað hendur á það hvað það var. Þó ég sé með einhverjar hugmyndir í kollinum. Það er svona það sem gerir það að verkum og leggur grunninn að því af hverju við töpum leiknum.“ Guðni lítur þó á björtu hliðarnar eftir tapið í kvöld. „Skrítið að segja það þá er ég ótrúlega ánægður með margt í þessum leik. Það voru mörk í honum og hann var skemmtilegur, örugglega gaman að horfa á hann, skemmtilegri en síðasti leikur hjá okkur. Núna finnst mér við hafa einhvern grunn til að byggja ofan á og við erum á þeim stað í dag að við munum taka þennan leik og byggja ofan á hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira