„Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 23:00 Björn Kristjánsson, kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun skóla- og frístundarráðs bera vott um virðingarleysi. Vísir/Samsett Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30