Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 17:58 Mette Frederiksen hefur verið orðuð við stór embætti innan Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Ritzau/Thomas Traasdahl Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti. Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti.
Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00
Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07