Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 17:58 Mette Frederiksen hefur verið orðuð við stór embætti innan Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Ritzau/Thomas Traasdahl Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti. Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti.
Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00
Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07