Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu sem við ræðum við í kvöldfréttum.
Þá förum við yfir málin sem bíða afgreiðslu nú þegar styttist í þinglok og heyrum í þingmanni sem telur að ríkisstjórnin eigi erfitt með að koma sér saman um umdeild mál. Auk þess hittum við Magnús Scheving sem hefur eignast Latabæ á ný og verðum í beinni frá Kringlunni þar sem verið er að kynna hugmyndir að nýju borgarhverfi með torgum og útisvæðum.
Í Sportpakkanum verðum við í beinni frá Smáranum þar sem risakvöld er fram undan í körfuboltanum og í Íslandi í dag kíkir Kristín Ólafsdóttir í morgunkaffi til Jóns Gnarr og ræðir við hann um ástina og forsetaframboð.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.