632 starfsmenn Íslandshótela fá þannig hlutabréf í félaginu að gjöf og fer fjárhæð gjafarinnar eftir starfsaldri starfsmanna og er mest 500 þúsund krónur miðað við lágmarksgengið 50 krónur á hlut. Um er að ræða 3.040.000 hluti sem þannig verða afhentir starfsmönnum að markaðsvirði 152 milljónir króna.
Þá munu Íslandshótel jafnframt greiða starfsfólki sínu aukagreiðslu til að vega á móti skattalegum áhrifum gjafarinnar og nemur sú upphæð um 100 milljónum króna.