Lokað á börn í vanda Sigmar Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 08:00 Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar frá 10. júlí til 8. ágúst. Þar hafa börn og unglingar fengið dýrmætan stuðning, meðal annars vegna hegðunar- og fíknivanda. Þetta er úrræði sem skiptir gríðarlegu máli fyrir börnin, ungmennin og fjölskyldur þeirra. Oft algert lykilúrræði í vanda sem í sumum tilfellum hefur verið óyfirstíganlegur hjá fjölskyldum. En við skellum í lás á sumrin. Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hve þjónusta við fólk á öllum aldri, sem glímir við fíknisjúkdóm, er brothætt á Íslandi. Þær stofnanir sem veita þessa þjónustu, sem stundum skilur á milli lífs og dauða, búa við svo knappan fjárhag að það þarf að loka á sumrin. Þetta er sérstaklega nöturlegt þegar um er að ræða börn og ungmenni. Meðferðardeild Stuðla er sérhæft úrræði fyrir viðkvæman hóp sem má alls ekki við verri þjónustu. Ég efast ekki um að starfsfólk mun gera sitt besta til að grípa til annara ráða í þröngri stöðu til að aðstoða fjölskyldurnar sem reiða sig á þessa þjónustu. En það á ofur einfaldlega ekki að setja starfsfólkið í þá stöðu. En því miður er það þannig að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist okkur svo skýrt með þessum hætti. Hver verður afleiðingin af þessu? Jú, langir biðlistar lengjast, vandinn færist til í tíma og álagið á kerfið eykst. Þjónusta við börn og ungmenni versnar og þau líða fyrir og þjást. Höfum eitt á hreinu. Sumar stofnanir er svo mikilvægar að þeim má ekki skella í lás á sumrin. Það gildir um meðferðardeild Stuðla og meðferðarstöðina Vík hjá SÁÁ en samt er lokað vegna fjárskorts. Í dag er 15 maí. Ég óttast að það sé orðið of seint að koma í veg fyrir lokun hjá Stuðlum, rétt eins og það er orðið of seint að koma í veg fyrir sumarlokun á Vík. Afleiðingarnar af þessu geta orðið mjög alvarlegar. Að loka á sumrin og lengja biðlista er vond stefna. Sorglegt sinnuleysi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Fíkn Alþingi Félagsmál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar frá 10. júlí til 8. ágúst. Þar hafa börn og unglingar fengið dýrmætan stuðning, meðal annars vegna hegðunar- og fíknivanda. Þetta er úrræði sem skiptir gríðarlegu máli fyrir börnin, ungmennin og fjölskyldur þeirra. Oft algert lykilúrræði í vanda sem í sumum tilfellum hefur verið óyfirstíganlegur hjá fjölskyldum. En við skellum í lás á sumrin. Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hve þjónusta við fólk á öllum aldri, sem glímir við fíknisjúkdóm, er brothætt á Íslandi. Þær stofnanir sem veita þessa þjónustu, sem stundum skilur á milli lífs og dauða, búa við svo knappan fjárhag að það þarf að loka á sumrin. Þetta er sérstaklega nöturlegt þegar um er að ræða börn og ungmenni. Meðferðardeild Stuðla er sérhæft úrræði fyrir viðkvæman hóp sem má alls ekki við verri þjónustu. Ég efast ekki um að starfsfólk mun gera sitt besta til að grípa til annara ráða í þröngri stöðu til að aðstoða fjölskyldurnar sem reiða sig á þessa þjónustu. En það á ofur einfaldlega ekki að setja starfsfólkið í þá stöðu. En því miður er það þannig að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist okkur svo skýrt með þessum hætti. Hver verður afleiðingin af þessu? Jú, langir biðlistar lengjast, vandinn færist til í tíma og álagið á kerfið eykst. Þjónusta við börn og ungmenni versnar og þau líða fyrir og þjást. Höfum eitt á hreinu. Sumar stofnanir er svo mikilvægar að þeim má ekki skella í lás á sumrin. Það gildir um meðferðardeild Stuðla og meðferðarstöðina Vík hjá SÁÁ en samt er lokað vegna fjárskorts. Í dag er 15 maí. Ég óttast að það sé orðið of seint að koma í veg fyrir lokun hjá Stuðlum, rétt eins og það er orðið of seint að koma í veg fyrir sumarlokun á Vík. Afleiðingarnar af þessu geta orðið mjög alvarlegar. Að loka á sumrin og lengja biðlista er vond stefna. Sorglegt sinnuleysi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar