„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 10:30 Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR eftir síðasta tímabil. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32