„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2024 12:01 Arnar Guðjónsson gæti verið á leið í sinn síðasta leik með Stjörnuna í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45. Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45.
Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira