Auðlindirnar okkar Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 13. maí 2024 11:01 Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar