Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 19:59 Pútín tók hóf sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Rússlands í vikunni. getty Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira