Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 12:32 Myndbönd frá Belgorod sýna að hluti tíu hæða fjölbýlishúss hrundi. AP/Almannavarnir Rússlands Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira