Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:30 Mads Mensah í baráttu við Ými Örn Gíslason í leik á einu fjölmargra stórmóta sem Mensah hefur spilað á; EM 2022. Getty/Sanjin Strukic Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni. Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita