Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. maí 2024 23:57 Auglýsingarnar birtust á mbl.is. vísir/egill Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. Fréttirnar sem um ræðir höfðu flest allar sama brag á sér, þar sem fjallað er um vöru fyrirtækjanna á jákvæðan hátt, án þess að fréttin væri merkt sem auglýsing eða samstarf við viðkomandi fyrirtæki. Slíkar duldar auglýsingar eru bannaðar með lögum um fjölmiðla. Fréttirnar birtust á Smartlands- og matarvef mbl.is. Fjölmargar auglýsingar, eða 48 talsins, dulbúnar sem fréttir, eru tíndar til í ákvörðun Fjölmiðlanefndar. Má þar nefna auglýsingar fyrir nýjar vörur frá Nóa siríus, þar sem fyrirsögnin er „Nýja nammið flýgur úr hillunum“, og „Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum“. Auglýsingar þar sem umfjöllunarefnið er „besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“ sem gerðar voru fyrir Hagkaup eru auk þess nefndar. „Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað“ er auglýsing sem dulbúin var sem frétt fyrir MS og „KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður“ einnig. Umfjöllun um nýtt KEA skyr frá Mjólkursamsölunni var birt orðrétt á Mbl fjórum dögum efitr að hún biritst á vef MS. Árvakur vísaði til þess í andsvörum sínum að fjölmiðill hefði tjáningarfrelsi og frelsi til að meta það sem teldist fréttnæmt. Veitan hefði auk þess ekki fengið greitt frá fyrirtækjunum, en það væri skilyrði svo að umfjöllun teldist auglýsing en ekki frétt. Fjölmiðlanefnd hafnaði þeim rökum og vísaði til þess að tilvist greiðslu eða annars endurgjalds sé ekki nauðsynleg forsenda í þessu sambandi, enda geti fjölmiðlaefni verið þessarar gerðar án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Þá myndi slíkt skilyrði vinna gegn banninu enda örðugt að sanna að greitt hafi verið fyrir umfjöllun. Vísað á hvar hægt væri að kaupa vörurnar Þá segir Fjölmiðlanefnd að fjallað hafi verið „með nákvæmum hætti“ um ákveðnar vörur frá þeim. „Yfirleitt var um að ræða nýjar vörur á markaði. Komu fram jákvæðir eiginleikar varanna, t.d. gott bragð og hagkvæmar umbúðir, og jafnvel hversu umhverfisvænar þær væru. Í sumum tilvikum kom fram á hvaða sölustöðum mætti fá viðkomandi vörur, hvað þær kostuðu og hlekkur á sölusíðu,“ segir í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Vísir/Egill Nefndir beinir því til Árvakurs að merkja þurfi slíka umfjöllun sérstaklega. Hefð hafi skapast fyrir því að nota orðin „kynning“, „samstarf“ eða „í samstarfi við “. Að framangreindu virtu taldi Fjölmiðlanefnd að umræddar umfjallanir á mbl.is teljist til dulinna viðskiptaboða, og þar með hafi Árvakur brotið gegn lögum um fjölmiðla. Hæfileg sekt var talin 1,5 milljón króna og litið til þess að Árvakur hefur ekki áður brotið gegn lagaákvæðum fjölmiðlalaga um dulin viðskiptaboð. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Fréttirnar sem um ræðir höfðu flest allar sama brag á sér, þar sem fjallað er um vöru fyrirtækjanna á jákvæðan hátt, án þess að fréttin væri merkt sem auglýsing eða samstarf við viðkomandi fyrirtæki. Slíkar duldar auglýsingar eru bannaðar með lögum um fjölmiðla. Fréttirnar birtust á Smartlands- og matarvef mbl.is. Fjölmargar auglýsingar, eða 48 talsins, dulbúnar sem fréttir, eru tíndar til í ákvörðun Fjölmiðlanefndar. Má þar nefna auglýsingar fyrir nýjar vörur frá Nóa siríus, þar sem fyrirsögnin er „Nýja nammið flýgur úr hillunum“, og „Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum“. Auglýsingar þar sem umfjöllunarefnið er „besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“ sem gerðar voru fyrir Hagkaup eru auk þess nefndar. „Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað“ er auglýsing sem dulbúin var sem frétt fyrir MS og „KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður“ einnig. Umfjöllun um nýtt KEA skyr frá Mjólkursamsölunni var birt orðrétt á Mbl fjórum dögum efitr að hún biritst á vef MS. Árvakur vísaði til þess í andsvörum sínum að fjölmiðill hefði tjáningarfrelsi og frelsi til að meta það sem teldist fréttnæmt. Veitan hefði auk þess ekki fengið greitt frá fyrirtækjunum, en það væri skilyrði svo að umfjöllun teldist auglýsing en ekki frétt. Fjölmiðlanefnd hafnaði þeim rökum og vísaði til þess að tilvist greiðslu eða annars endurgjalds sé ekki nauðsynleg forsenda í þessu sambandi, enda geti fjölmiðlaefni verið þessarar gerðar án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Þá myndi slíkt skilyrði vinna gegn banninu enda örðugt að sanna að greitt hafi verið fyrir umfjöllun. Vísað á hvar hægt væri að kaupa vörurnar Þá segir Fjölmiðlanefnd að fjallað hafi verið „með nákvæmum hætti“ um ákveðnar vörur frá þeim. „Yfirleitt var um að ræða nýjar vörur á markaði. Komu fram jákvæðir eiginleikar varanna, t.d. gott bragð og hagkvæmar umbúðir, og jafnvel hversu umhverfisvænar þær væru. Í sumum tilvikum kom fram á hvaða sölustöðum mætti fá viðkomandi vörur, hvað þær kostuðu og hlekkur á sölusíðu,“ segir í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Vísir/Egill Nefndir beinir því til Árvakurs að merkja þurfi slíka umfjöllun sérstaklega. Hefð hafi skapast fyrir því að nota orðin „kynning“, „samstarf“ eða „í samstarfi við “. Að framangreindu virtu taldi Fjölmiðlanefnd að umræddar umfjallanir á mbl.is teljist til dulinna viðskiptaboða, og þar með hafi Árvakur brotið gegn lögum um fjölmiðla. Hæfileg sekt var talin 1,5 milljón króna og litið til þess að Árvakur hefur ekki áður brotið gegn lagaákvæðum fjölmiðlalaga um dulin viðskiptaboð.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira