Senda á ellefu ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 18:31 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól. Vísir/Arnar Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi komu hingað til lands með ellefu ára gamlan son sinn Yazan fyrir tæpu ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. „Í Palestínu fór ég í skóla en ég fékk ekki að vera með. Ég fékk ekki að fara út að leika eða fara í íþróttir. Borðið mitt var skítugt og ónýtt og ég fékk ekki þjónustu. Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna,“ segir Yazan. Mikil óvissa verði fjölskyldan send til Spánar Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er mjög ágengur. Feryal segir Yazan til dæmis hafa hrakað mjög á ferðalaginu hingað til lands, en hann var nýhættur að geta gengið þegar þau flúðu heimalandið. Feryal, móðir Yazans, segir honum hafa hrakað mjög á ferðalaginu til Íslands.Vísir/Arnar „Sjúkdómurinn ræðst á alla vöðva líkamans: Tunguna, hjartað, lungun. Þegar við komum til Íslands var sjúkdómurinn búinn að ágerast mjög, var mjög langt genginn. Það getur verið mjög hættulegt að missa læknisþjónustu, þó það sé ekki nema í stuttan tíma. Við komuna hingað fékk Yazan hjólastól, sjúkrarúm, læknisþjónustu, sjúkraþjálfun og sund. Þetta er bara til þess að halda sjúkdómnum í skefjum. Hann er ólæknandi en hann getur ágerst mjög hratt án meðferðar,“ segir Feryal, móðir Yazans. Fjölskyldan kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Við vitum ekki hvað bíður okkar. Ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni hrakar honum mjög hratt. Við vitum ekki hvað verður um hann eða hvers konar þjónustu hann fær úti ef hann fær þjónustu. Þetta snýst ekki um okkur heldur um hann því hann er með sjúkdóm sem versnar og versnar og mjög hratt,“ segir Feryal. „Ef við erum send til Spánar missir hann líklega þjónustuna og við vitum ekki hve lengi. Það gætu verið átta, níu, tíu mánuðir.“ Lífshættulegt rofni þjónustan Kærunefnd útlendingamála staðfesti í lok marsmánaðar úrskurð Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um dvalarleyfi. Stofndeild ríkislögreglustjóra heimsótti fjölskylduna svo fyrir nokkrum dögum til að undirbúa brottflutninginn. Duchenne-samtökin hafa mótmælt brottflutningnum og lögmaður fjölskyldunnar segir læknisvottorð ekki hafa verið lögð fram við málsmeðferðina. „Það er búið að bæta úr því núna, það er búið að leggja fram þau læknisfræðilegu gögn og þau vottorð sem hægt er að gera,“ segir Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar. Meðal þess sem kemur fram í læknisvottorðum, sem fréttastofa hefur fengið afhent, er að verði rof á þjónustu við Yazan geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30% drengja með þennan sjúkdóm deyi í kjölfar falls og líklegt sé að fjölskyldan þyrfti að bera sjálf kostnað af kaupum á hjólastól verði hann sendur til Spánar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, vonar að hún verði ekki send úr landi á meðan málið er enn til meðferðar.Vísir/Arnar Málið er aftur komið til kærunefndar útlendingamála en alger óvissa um hvort fjölskyldunni verði vísað á brott áður en ný niðurstaða fæst. „Það er mín von að nefndin leiðrétti þetta. Ég held að þetta hljóti að hafa verið mistök. Ég vona að nefndin gefi þeim færi á að dvelja hér á Íslandi. Það er nefndinni heimilt, sérstaklega í málum þar sem einstaklingar eru með mjög alvarlega sjúkdóma. Ég held það hljóti að eiga við í máli Yazan,“ segir Albert. Martraðir eftir heimsókn stoðdeildar ríkislögreglustjóra Hann hræðist mjög að fjölskyldan verði send til Spánar áður en ný niðurstaða fæst í málið. „Því miður er staða fjölskyldunnar mjög flókin eins og stendur. Þau hafa fengið lokaniðurstöðu þó óskað hafi verið eftir endurupptöku umsóknarinnar, þannig að lögreglan getur flutt þau úr landi. Hins vegar er það þannig að spænsk stjórnvöld veita engar tryggingar eða loforð um þá þjónustu sem Yazan þarf og ætti að fá á Spáni.“ Fjölskyldan flúði heimili sitt í Hebron í Palestínu fyrir rúmu ári síðan. Þau komu til Íslands vegna góðrar þjónustu við fötluð börn og segjast hræðast mjög afleiðingar brottflutnings til Spánar á andlega- og líkamlega heilsu Yazans.Vísir/Arnar Yazan segist hafa fengið martraðir um brottflutninginn eftir að stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti þau. Hann hræðist mjög framhaldið. „Rétt áður en ég kom til Íslands frá Palestínu hætti ég að geta labbað. Þegar ég kom fékk ég hjólastól, sjúkrarúm og þjónustu og sjúkraþjálfun. Mér líður miklu betur líkamlega og andlega þó mér versni sífellt. Ef ég fer til Spánar veit ég ekki hvort ég fæ læknisþjónustu eða ekki og ég er hræddur við óvissuna.“ Yazan er í Hamraskóla í Grafarvogi og hefur eignast þar fjölda vina, auk þess sem hann er farinn að lesa, skrifa og tala smá íslensku. Í lok viðtalsins sagði hann á íslensku: „Takk fyrir daginn. Takk fyrir tímann.“ Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Mál Yazans Tengdar fréttir Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. 3. desember 2023 20:01 Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. 3. desember 2023 11:59 „Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar“ Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann. 29. nóvember 2023 19:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi komu hingað til lands með ellefu ára gamlan son sinn Yazan fyrir tæpu ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. „Í Palestínu fór ég í skóla en ég fékk ekki að vera með. Ég fékk ekki að fara út að leika eða fara í íþróttir. Borðið mitt var skítugt og ónýtt og ég fékk ekki þjónustu. Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna,“ segir Yazan. Mikil óvissa verði fjölskyldan send til Spánar Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er mjög ágengur. Feryal segir Yazan til dæmis hafa hrakað mjög á ferðalaginu hingað til lands, en hann var nýhættur að geta gengið þegar þau flúðu heimalandið. Feryal, móðir Yazans, segir honum hafa hrakað mjög á ferðalaginu til Íslands.Vísir/Arnar „Sjúkdómurinn ræðst á alla vöðva líkamans: Tunguna, hjartað, lungun. Þegar við komum til Íslands var sjúkdómurinn búinn að ágerast mjög, var mjög langt genginn. Það getur verið mjög hættulegt að missa læknisþjónustu, þó það sé ekki nema í stuttan tíma. Við komuna hingað fékk Yazan hjólastól, sjúkrarúm, læknisþjónustu, sjúkraþjálfun og sund. Þetta er bara til þess að halda sjúkdómnum í skefjum. Hann er ólæknandi en hann getur ágerst mjög hratt án meðferðar,“ segir Feryal, móðir Yazans. Fjölskyldan kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Við vitum ekki hvað bíður okkar. Ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni hrakar honum mjög hratt. Við vitum ekki hvað verður um hann eða hvers konar þjónustu hann fær úti ef hann fær þjónustu. Þetta snýst ekki um okkur heldur um hann því hann er með sjúkdóm sem versnar og versnar og mjög hratt,“ segir Feryal. „Ef við erum send til Spánar missir hann líklega þjónustuna og við vitum ekki hve lengi. Það gætu verið átta, níu, tíu mánuðir.“ Lífshættulegt rofni þjónustan Kærunefnd útlendingamála staðfesti í lok marsmánaðar úrskurð Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um dvalarleyfi. Stofndeild ríkislögreglustjóra heimsótti fjölskylduna svo fyrir nokkrum dögum til að undirbúa brottflutninginn. Duchenne-samtökin hafa mótmælt brottflutningnum og lögmaður fjölskyldunnar segir læknisvottorð ekki hafa verið lögð fram við málsmeðferðina. „Það er búið að bæta úr því núna, það er búið að leggja fram þau læknisfræðilegu gögn og þau vottorð sem hægt er að gera,“ segir Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar. Meðal þess sem kemur fram í læknisvottorðum, sem fréttastofa hefur fengið afhent, er að verði rof á þjónustu við Yazan geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30% drengja með þennan sjúkdóm deyi í kjölfar falls og líklegt sé að fjölskyldan þyrfti að bera sjálf kostnað af kaupum á hjólastól verði hann sendur til Spánar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, vonar að hún verði ekki send úr landi á meðan málið er enn til meðferðar.Vísir/Arnar Málið er aftur komið til kærunefndar útlendingamála en alger óvissa um hvort fjölskyldunni verði vísað á brott áður en ný niðurstaða fæst. „Það er mín von að nefndin leiðrétti þetta. Ég held að þetta hljóti að hafa verið mistök. Ég vona að nefndin gefi þeim færi á að dvelja hér á Íslandi. Það er nefndinni heimilt, sérstaklega í málum þar sem einstaklingar eru með mjög alvarlega sjúkdóma. Ég held það hljóti að eiga við í máli Yazan,“ segir Albert. Martraðir eftir heimsókn stoðdeildar ríkislögreglustjóra Hann hræðist mjög að fjölskyldan verði send til Spánar áður en ný niðurstaða fæst í málið. „Því miður er staða fjölskyldunnar mjög flókin eins og stendur. Þau hafa fengið lokaniðurstöðu þó óskað hafi verið eftir endurupptöku umsóknarinnar, þannig að lögreglan getur flutt þau úr landi. Hins vegar er það þannig að spænsk stjórnvöld veita engar tryggingar eða loforð um þá þjónustu sem Yazan þarf og ætti að fá á Spáni.“ Fjölskyldan flúði heimili sitt í Hebron í Palestínu fyrir rúmu ári síðan. Þau komu til Íslands vegna góðrar þjónustu við fötluð börn og segjast hræðast mjög afleiðingar brottflutnings til Spánar á andlega- og líkamlega heilsu Yazans.Vísir/Arnar Yazan segist hafa fengið martraðir um brottflutninginn eftir að stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti þau. Hann hræðist mjög framhaldið. „Rétt áður en ég kom til Íslands frá Palestínu hætti ég að geta labbað. Þegar ég kom fékk ég hjólastól, sjúkrarúm og þjónustu og sjúkraþjálfun. Mér líður miklu betur líkamlega og andlega þó mér versni sífellt. Ef ég fer til Spánar veit ég ekki hvort ég fæ læknisþjónustu eða ekki og ég er hræddur við óvissuna.“ Yazan er í Hamraskóla í Grafarvogi og hefur eignast þar fjölda vina, auk þess sem hann er farinn að lesa, skrifa og tala smá íslensku. Í lok viðtalsins sagði hann á íslensku: „Takk fyrir daginn. Takk fyrir tímann.“
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Mál Yazans Tengdar fréttir Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. 3. desember 2023 20:01 Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. 3. desember 2023 11:59 „Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar“ Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann. 29. nóvember 2023 19:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. 3. desember 2023 20:01
Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. 3. desember 2023 11:59
„Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar“ Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann. 29. nóvember 2023 19:57