Hugmyndin sú sama í grunninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 08:30 Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun