Dýrin séu dauð, veik, horuð og í miklum vanhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. maí 2024 19:46 Linda Karen ástandið óásættanlegt. vísir/bjarni/berghildur Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að tryggja ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Forsvarsmenn samtakana segja sauðfé í vanhöldum og nýborin lömb finnist dauð úti á túni. Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48