Riðulaust Ísland! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 12:31 Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Dýr Dýraheilbrigði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun