Björn Leví segir Harald hafa fundið skálkaskjól í orðum Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 16:45 Björn Leví spurði Bjarna hvernig honum liði, með að hafa átt stóran þátt í máli með að blessa gjafagjörning Haraldar Johnnessen? vísir Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu spurði Björn Leví Gunnarsson Pírati Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvernig honum liði með að bera óbeint ábyrgð á gjafagjörningi Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels