Hagnaðist um tæpa ellefu milljarða þrátt slæman búskap Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 15:54 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi nam 10,7 milljörðum kr. og handbært fé frá rekstri 14 milljörðum króna. Erfið staða í vatnsbúskap fyrirtækisins og skerðingar sökum hennar settu nokkurn svip á afkomu fyrirtækisins á ársfjórðungnum. Í fréttatilkynningu um uppgjör fyrsta ársfjórðungs segir að fjárhagsstaða Landsvirkjunar hafi aldrei verið betri, eiginfjárhlutfall sé 65,9 prósent og skuldsetning komin niður í 1,3x rekstrarhagnað fyrir afskriftir. „Rekstur Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi gekk vel miðað við aðstæður. Eftir tvö einstök rekstrarár í sögu fyrirtækisins er afkoman áfram góð,“ er haft eftir Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hagnaður dróst saman um 29 prósent Hagnaður af grunnrekstri hafi numið 77,4 milljónum bandaríkjadala á fjórðungnum og minnkað um tæp 29 prósent frá sama tímabili í fyrra. Handbært fé frá rekstri hafi numið 101 milljón dala og dregist saman um tæp þrjátíu prósent. Bæði hagnaður af grunnrekstri og handbært fé frá rekstri hafi þó staðist samanburð við fyrsta ársfjórðung 2022, sem þá var metár. Vatnsbúskapurinn litar uppgjörið „Erfið staða í vatnsbúskap fyrirtækisins og skerðingar sökum hennar settu nokkurn svip á afkomu Landsvirkjunar á ársfjórðungnum. Selt magn dróst af þeim sökum saman um 6 prósent frá sama tíma í fyrra. Meðalverð til stórnotenda lækkaði einnig miðað við sama tímabil á síðasta ári. Lækkunina má að mestu rekja til þess að verðtenging við Nordpool-markaðinn í samningi við einn stórnotanda féll niður í lok síðasta árs. Rekstrartekjur á fyrsta fjórðungi drógust saman um 18 prósent miðað við sama tímabil árið 2023,“ er haft eftir Herði. Áfram batni fjárhagsstaða Landsvirkjunar. Nettó skuldir hafi lækkað um 95 milljónir bandaríkjadala frá áramótum og eiginfjárhlutfall sé hærra en nokkru sinni fyrr í sögu fyrirtækisins, eða 65,9 prósent. Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Í fréttatilkynningu um uppgjör fyrsta ársfjórðungs segir að fjárhagsstaða Landsvirkjunar hafi aldrei verið betri, eiginfjárhlutfall sé 65,9 prósent og skuldsetning komin niður í 1,3x rekstrarhagnað fyrir afskriftir. „Rekstur Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi gekk vel miðað við aðstæður. Eftir tvö einstök rekstrarár í sögu fyrirtækisins er afkoman áfram góð,“ er haft eftir Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hagnaður dróst saman um 29 prósent Hagnaður af grunnrekstri hafi numið 77,4 milljónum bandaríkjadala á fjórðungnum og minnkað um tæp 29 prósent frá sama tímabili í fyrra. Handbært fé frá rekstri hafi numið 101 milljón dala og dregist saman um tæp þrjátíu prósent. Bæði hagnaður af grunnrekstri og handbært fé frá rekstri hafi þó staðist samanburð við fyrsta ársfjórðung 2022, sem þá var metár. Vatnsbúskapurinn litar uppgjörið „Erfið staða í vatnsbúskap fyrirtækisins og skerðingar sökum hennar settu nokkurn svip á afkomu Landsvirkjunar á ársfjórðungnum. Selt magn dróst af þeim sökum saman um 6 prósent frá sama tíma í fyrra. Meðalverð til stórnotenda lækkaði einnig miðað við sama tímabil á síðasta ári. Lækkunina má að mestu rekja til þess að verðtenging við Nordpool-markaðinn í samningi við einn stórnotanda féll niður í lok síðasta árs. Rekstrartekjur á fyrsta fjórðungi drógust saman um 18 prósent miðað við sama tímabil árið 2023,“ er haft eftir Herði. Áfram batni fjárhagsstaða Landsvirkjunar. Nettó skuldir hafi lækkað um 95 milljónir bandaríkjadala frá áramótum og eiginfjárhlutfall sé hærra en nokkru sinni fyrr í sögu fyrirtækisins, eða 65,9 prósent.
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira