Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 07:48 Stjórn Íslensku óperunnar. ÍÓ Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar. Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar.
Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira